Viðskipti innlent

Sextán lífeyrissjóðir stofna fjárfestingarfélag

Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, er meðal stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands.
Ágúst Einarsson, rektor Háskólans á Bifröst, er meðal stjórnarmanna Framtakssjóðs Íslands. Mynd/GVA
Fulltrúar sextán lífeyrissjóða innan vébanda Landssamtaka lífeyrissjóða stofnuðu formlega í dag Framtakssjóð Íslands, nýtt fjárfestingarfélag sem ætlað er að taka þátt í og móta fjárhagslega og rekstrarlega endurreisn íslensks atvinnulífs í kjölfar falls fjármálakerfisins.

Fram kemur í tilkynningu að stofnendur sjóðsins ráði yfir um 64% af heildareignum lífeyrissjóða á Íslandi og að þeir hafi skuldbundið sig til að leggja nýja fjárfestingarsjóðnum til um 30 milljarða króna í hlutafé. Enn er opið fyrir skráningu hlutafjár í sjóðnum.

Í skilmálum fyrir Framtakssjóð Íslands er kveðið á um að hann skuli ávaxta innborgað fé með fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum í öllum atvinnugreinum sem eiga sér vænlegan rekstrargrundvöll. Markmiðið er að byggja upp öflug fyrirtæki sem geta verið leiðandi á sínu sviði og um leið skilað góðri ávöxtun til fjárfesta, að fram kemur í tilkynningu.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×