Enski boltinn

Benayoun: Getum vonandi stolið titlinum af United

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Yossi Benayoun fagnar sigurmarki sínu á móti Fulham.
Yossi Benayoun fagnar sigurmarki sínu á móti Fulham. Mynd/GettyImages

Liverpool-maðurinn Yossi Benayoun var kátur eftir sigurinn á móti Fulham enda nýbúinn að tryggja sínu liði þrjú rosalega mikilvæg stig.

„Við klúðruðum fullt af góðum færum og þá fer maður ósjálfrátt að hugsa um að þetta sé einn af þessum dögum þegar ekkert gengur upp," sagði Yossi Benayoun.

„Við vorum heppnir í lokin að ná að skapa okkur nokkur færi til viðbótar. Ég náði að klúðra betra færi en þegar ég skoraði en fékk sem betur fer annað færi til að bæta fyrir það," sagði Benayoun.

„Það ótrúlega sætt að skora sigurmark á lokamínútunum og við erum mjög ánægðir með þessi þrjú stig. Við vonumst núna til þess að Manchester United fari að tapa stigum og að við getum stolið titlinum af þeim á lokasprettinum," sagði Benayoun.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×