Tugir kvenna rifja upp gamla takta í brennibolta 10. september 2009 04:00 Brenniboltafélag Reykjavíkur Konurnar hittast einu sinni í viku og spila saman brennibolta.fréttablaðið/Anton Heiðrún Ólafsdóttir er ein fjörutíu kvenna sem hittast vikulega og spila brennibolta. Keppnisskapið er mikið í konunum og hefur þurft að setja reglur svo allar hagi sér vel. „Við erum á bilinu þrjátíu til fjörutíu konur sem hittumst vikulega og spilum brennibolta. Þetta átti að vera ákveðið andsvar við fótboltaleiki karlmanna, okkur langaði að gera eitthvað svipað, hittast, hreyfa okkur og hafa það skemmtilegt saman,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, meðlimur í Brenniboltafélagi Reykjavíkur sem var stofnað í vor. Heiðrún segir að brennibolti sé skemmtileg íþrótt sem allir geta haft gaman af. „Þetta er mjög dreifður hópur sem hittist og spilar. Dætur hafa tekið mæður sínar með á æfingar og öfugt, en við miðum við að leikmenn séu ekki yngri en átján ára því það getur gengið á ýmsu í leikjunum.“ Hún segir að mikill hiti sé í leikmönnum á meðan leikið sé og því hafi reynst nauðsynlegt að semja og skrá niður leikreglur. „Mín ósk var að öll ágreiningsmál yrðu leyst í góðu en keppnisskapið er svo mikið að við höfum þurft að þróa leikreglur til að fara eftir. En þó að keppnisskapið sé mikið er alltaf stutt í gleðina,“ segir Heiðrún. „Við höfum spilað vikulega á Miklatúni í sumar og á meðan veður helst gott og enn sæmilega bjart ætlum við að halda áfram að spila úti. Svo færum við okkur inn í sal í vetur.“ Brenniboltafélagið stendur nú í ströngu við að skipuleggja Íslandsmeistaramót í brennibolta sem fer fram 26. september. Mótið er sérstaklega ætlað konum og að sögn Heiðrúnar verður skipt í nokkur fimm manna lið sem leika hvert á móti öðru. Hægt er að skrá sig á mótið með því að senda vefpóst á brennibolti@gmail.com. Skráningu lýkur í dag, 10. september. sara@frettabladid.is Keppnisskap Mikill hiti er í leikmönnum á meðan á leik stendur. Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira
Heiðrún Ólafsdóttir er ein fjörutíu kvenna sem hittast vikulega og spila brennibolta. Keppnisskapið er mikið í konunum og hefur þurft að setja reglur svo allar hagi sér vel. „Við erum á bilinu þrjátíu til fjörutíu konur sem hittumst vikulega og spilum brennibolta. Þetta átti að vera ákveðið andsvar við fótboltaleiki karlmanna, okkur langaði að gera eitthvað svipað, hittast, hreyfa okkur og hafa það skemmtilegt saman,“ segir Heiðrún Ólafsdóttir, meðlimur í Brenniboltafélagi Reykjavíkur sem var stofnað í vor. Heiðrún segir að brennibolti sé skemmtileg íþrótt sem allir geta haft gaman af. „Þetta er mjög dreifður hópur sem hittist og spilar. Dætur hafa tekið mæður sínar með á æfingar og öfugt, en við miðum við að leikmenn séu ekki yngri en átján ára því það getur gengið á ýmsu í leikjunum.“ Hún segir að mikill hiti sé í leikmönnum á meðan leikið sé og því hafi reynst nauðsynlegt að semja og skrá niður leikreglur. „Mín ósk var að öll ágreiningsmál yrðu leyst í góðu en keppnisskapið er svo mikið að við höfum þurft að þróa leikreglur til að fara eftir. En þó að keppnisskapið sé mikið er alltaf stutt í gleðina,“ segir Heiðrún. „Við höfum spilað vikulega á Miklatúni í sumar og á meðan veður helst gott og enn sæmilega bjart ætlum við að halda áfram að spila úti. Svo færum við okkur inn í sal í vetur.“ Brenniboltafélagið stendur nú í ströngu við að skipuleggja Íslandsmeistaramót í brennibolta sem fer fram 26. september. Mótið er sérstaklega ætlað konum og að sögn Heiðrúnar verður skipt í nokkur fimm manna lið sem leika hvert á móti öðru. Hægt er að skrá sig á mótið með því að senda vefpóst á brennibolti@gmail.com. Skráningu lýkur í dag, 10. september. sara@frettabladid.is Keppnisskap Mikill hiti er í leikmönnum á meðan á leik stendur.
Mest lesið „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Tónlist Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Lífið Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Lífið Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Lífið Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Lífið Girnileg pizzaloka sem þú verður að prófa! Lífið samstarf „Töluvert álag á líkama sem nálgast sextugt“ Lífið samstarf Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Lífið Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Lífið Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Lífið Fleiri fréttir Besta sætið ekki nógu spennandi fyrir Hugh Grant Einhver áhætta fylgi öllum atriðum í sirkusnum Stefán Karl hefði orðið fimmtugur í dag Markús nýr safnstjóri Listasafns Reykjavíkur Einn frægasti köttur landsins sló í gegn á dögunum Aðeins þrír dagar liðnir og Bergur biður um hjálp Emúinn í dyragættinni reyndist eiga heima á Drunk Rabbit Barbie dúkka með sykursýki týpu eitt Próteinbollur að hætti Gumma kíró Katrín og Þorgerður gáfu syninum nafn Hanna Katrín heiðursgrillari á Kótelettunni „Pabbi minn vakir yfir mér“ Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Sjá meira