Sækir innblástur í kreppuna 15. október 2009 06:00 Guðmundur og Atli gera listaverk í anda popplistar. Guðmundur segist vilja segja sögu með verkum sínum.Fréttablaðið/gva Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira
Guðmundur Atlason tók aftur upp pensilinn í vor eftir langt hlé. Hann málar í popplistarstíl og hefur fengið innblástur eftir innreið kreppunnar hér á landi. Listamaðurinn Guðmundur Atlason málar verk í anda popplistarinnar og sækir innblástur í íslenskt þjóðlíf, kreppuna og búsáhaldabyltinguna. Guðmundur hóf að mála fyrir fimmtán árum í kjölfar veðmáls þar sem hann vildi sýna og sanna fyrir vini sínum að hann gæti málað í sama stíl og meistari Erró. Hann málaði sex myndir og lagði svo pensilinn á hilluna þar til hann hóf að mála aftur nú í vor. „Fyrir kreppu hafði ég rekið eigið fyrirtæki í byggingabransanum, en tveimur vikum eftir hrunið varð allt stopp og hefur ekki farið í gang aftur síðan. Ég var að íhuga að yfirgefa Ísland og fá vinnu erlendis og vildi fá meðmæli frá erlendum aðila. Ég hafði samband við mann í Bandaríkjunum, Edward Christians, forstjóra Saga Communication, til að fá meðmæli og sá hafði séð eitt verka minna á skrifstofunni í gamla daga. Hann spurði mig af hverju ég sneri mér ekki þess í stað að myndlistinni og eftir smá umhugsun ákvað ég að láta verða af því,“ útskýrir Guðmundur. Málverkin eru akrýlverk og segir Guðmundur að sér finnist best að vinna með teiknimyndastílinn því á þann hátt geti hann sagt sögu með verkum sínum. Hann er þó ekki einn að vinna verkin því hann starfar með syni sínum, Atla, sem er í þjálfun hjá Guðmundi um þessar mundir. Máverkin þykja mjög raunsæ og á einu verki þeirra feðga má sjá Gunnar Má Pétursson mótmæla á Austurvelli, en Gunnar Már er líklega þekktastur sem Helvítis Fokking Fokk-maðurinn. „Það tók okkur eina og hálfa viku að mála peysuna hans í smáatriðum og skiltið er einnig nákvæm eftirlíking af fyrirmyndinni,“ segir Guðmundur. Sýning með verkum Guðmundar og Atla verður opnuð á föstudaginn í Kaffi París við Austurstræti 14. sara@frettabladid.is
Mest lesið Kristinn Svavarsson er látinn Tónlist Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Lífið „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Lífið Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Lífið Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Lífið Atvinnulaus aumingi trompar dauðakölt Gagnrýni Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni Lífið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Fleiri fréttir Brúðurin hljóp grátandi út áður en Victoria dansaði við Brooklyn Fyrrverandi bassaleikari Scorpions látinn Rifjar upp misgóðar minningar í sölutilkynningunni „Mig langar bara að vera upprétt og sterk“ Tinna Hrafns og Sveinn selja á Laugarásveginum Löggan byrjar á TikTok með því að gasa Egil og Rikka Kvenskælingar svekktir eftir að hafa lent í hakkavél MR tvisvar í röð Heated Rivalry-stjörnur verða á Ólympíuleikunum Fengu gefins sjö nýjar þrautir frá breska þrautahöfundinum Mari og Njörður eiga von á sumarbarni Vinsældir þessarar siðspilltu moldvörpu eru þér að kenna Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Sjá meira