Með einkabryggju í Stafangri 10. nóvember 2009 06:00 Hrefna Björk, Bjarni og dóttir þeirra eru sátt við lífið og tilveruna í Stafangri. Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. „Okkur líður rosalega vel hérna. Norðmenn eru svo hjálpsamir og liðlegir, og boðnir og búnir til að aðstoða mann við allt. Dóttir okkar er komin á fínan leikskóla og Bjarni vinnur að tónlistinni. Hér eru líka margir Íslendingar þannig að maður hefur félagsskap samlanda sinna hér líka,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Media sem gefur út Mónitor. Hrefna flutti í haust til Stafangurs ásamt sambýlismanni sínum, Bjarna Sigurðarsyni í Mínus, og þriggja ára dóttur. Hrefna Björk rekur tískuverslunina Air í miðbæ Stafangurs og segist vera farin að geta bjargað sér á norskunni. „Þar sem ég vinn í búð byrjaði ég strax að reyna að klóra mig fram úr norskunni. Tungumálið er reyndar rosalega líkt íslensku þannig að þetta er lítið mál og ef ég er í vafa þá prófa ég bara íslenskuna og í flestum tilvikum skilur fólk hvað ég á við.“ Hrefna segir Stafangur þekktan fyrir að vera skemmtanabærinn í Noregi, en segist sjálf lítið hafa kíkt á næturlífið síðan þau fluttu í bæinn. Fjölskyldan leigir hús við ströndina og því fylgir lítil einkabryggja sem þau hafa afnot af. „Þetta er svaka fínt, maður getur farið út á sjó og veitt sér humar eða fisk til matar,“ segir Hrefna. Upphaflega ætlaði fjölskyldan aðeins að dvelja í Noregi fram að jólum en þau hafa ákveðið að framlengja dvöl sína um óákveðinn tíma. „Okkur finnst svo gott að vera hér. Hér er auðvelt að finna vinnu, launin eru góð, Norðmennirnir almennilegir og í augnablikinu erum við ósköp fegin að vera laus við kreppuna. Við ætlum okkur þó ekki að vera hér til frambúðar, við komum aftur heim og þar viljum við búa.“ sara@frettabladid.is Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira
Rokkarinn Bjarni úr Mínus og Hrefna Björk, útgáfustjóri Mónitors, eru meðal þeirra Íslendinga sem ákváðu að freista gæfunnar í Noregi í kjölfar efnahagshrunsins. Þau kunna vel við sig á nýjum stað. „Okkur líður rosalega vel hérna. Norðmenn eru svo hjálpsamir og liðlegir, og boðnir og búnir til að aðstoða mann við allt. Dóttir okkar er komin á fínan leikskóla og Bjarni vinnur að tónlistinni. Hér eru líka margir Íslendingar þannig að maður hefur félagsskap samlanda sinna hér líka,“ segir Hrefna Björk Sverrisdóttir, fyrrverandi framkvæmdastjóri Media sem gefur út Mónitor. Hrefna flutti í haust til Stafangurs ásamt sambýlismanni sínum, Bjarna Sigurðarsyni í Mínus, og þriggja ára dóttur. Hrefna Björk rekur tískuverslunina Air í miðbæ Stafangurs og segist vera farin að geta bjargað sér á norskunni. „Þar sem ég vinn í búð byrjaði ég strax að reyna að klóra mig fram úr norskunni. Tungumálið er reyndar rosalega líkt íslensku þannig að þetta er lítið mál og ef ég er í vafa þá prófa ég bara íslenskuna og í flestum tilvikum skilur fólk hvað ég á við.“ Hrefna segir Stafangur þekktan fyrir að vera skemmtanabærinn í Noregi, en segist sjálf lítið hafa kíkt á næturlífið síðan þau fluttu í bæinn. Fjölskyldan leigir hús við ströndina og því fylgir lítil einkabryggja sem þau hafa afnot af. „Þetta er svaka fínt, maður getur farið út á sjó og veitt sér humar eða fisk til matar,“ segir Hrefna. Upphaflega ætlaði fjölskyldan aðeins að dvelja í Noregi fram að jólum en þau hafa ákveðið að framlengja dvöl sína um óákveðinn tíma. „Okkur finnst svo gott að vera hér. Hér er auðvelt að finna vinnu, launin eru góð, Norðmennirnir almennilegir og í augnablikinu erum við ósköp fegin að vera laus við kreppuna. Við ætlum okkur þó ekki að vera hér til frambúðar, við komum aftur heim og þar viljum við búa.“ sara@frettabladid.is
Mest lesið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið Fleiri fréttir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjá meira