Erlent

Tala látinna á Jövu komin í 46

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá bænum Pangalengan þar sem töluvert tjón varð.
Frá bænum Pangalengan þar sem töluvert tjón varð.

Tala látinna í indónesíska bænum Cianjur er kominn upp í 46 eftir að snarpur jarðskjálfti skók eyjuna Jövu í gær. Í kjölfar skjálftans féll aurskriða á bæinn og kaffærði ellefu heimili. Björgunarmenn hafa unnið í alla nótt við að grafa fólk út úr heimilum sínum og koma því til hjálpar. Háar byggingar í miðbæ höfuðborgarinnar Jakarta riðuðu, og lét lögregla til öryggis rýma allt fjármálahverfið eftir skjálftann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×