Erlent

Helfararsafnskyttan ákærð

Atli Steinn Guðmundsson skrifar
Frá vettvangi í fyrradag.
Frá vettvangi í fyrradag.

James von Brunn, sem réðst inn á Helfararsafnið í Washington í fyrradag og skaut öryggisvörð þar til bana, hefur verið ákærður fyrir morð og gæti átt von á dauðarefsingu verði hann sekur fundinn. Von Brunn er þekktur nasisti og er auk þess í hópi svonefndra afneitunarsinna en þeir neita því að helför gyðinga hafi átt sér stað. Vitni segja að vörðurinn sem lést hafi opnað dyrnar fyrir von Brunn og hafi álitið að þar færi aldraður gestur en þá verið skotinn til bana. Í bíl tilræðismannsins fannst minnisbók með lista sem lögregla telur hugsanlegan lista yfir skotmörk von Brunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×