Innlent

Ölvaður ók á hús verkalýðsfélagsins

Skemmdir á húsinu voru talsverðar
Skemmdir á húsinu voru talsverðar Mynd/Skessuhorn

Skrifstofa Verkalýðsfélags Snæfellinga að Ólafsbraut 19 í Ólafsvík varð fyrir miklum skemmdum í fyrrinótt þegar ölvaður ökumaður ók á inngang hússins. Maðurinn stakk af eftir ákeyrsluna en náðist skömmu síðar og var samstundis sviptur ökuréttindum.

Skrifstofan er til húsa í gömlu sjóbúðinni þar sem á neðri hæð eru hin ýmsu fyrirtæki en á efri hæð er hluti af starfsemi Hótels Ólafsvíkur. Bráðabirgðaviðgerð á húsinu hófst strax í gær en tjónið er sagt hlaupa á milljónum króna.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×