Sport

Dauðaslys í mótokrossi

Jeremy Lusk lést eftir að risstökk mistókst í keppni í Bandaríkjunum í kvöld.
Jeremy Lusk lést eftir að risstökk mistókst í keppni í Bandaríkjunum í kvöld. mynd: getty images

Frægur mótokross ökumaður frá Bandaríkjunum lést eftir óhapp í mótorhjólakeppni í Bandaríkjunum i kvöld. Jeremy Lusk sem var keppandi í motokrossi með frjálsri aðferð lést eftir að risastökk misheppnaðist á laugardaginn. Lusk var 24 ára gamall.

Lusk vann svokallað X-Games mót árið 2008, þar sem ýmsir ofurhugar reyna fyrir sér. Þá varð hann í þriðja sæti í heimsmeistaramótinu í motokrossi með frjálsri aðferð.

Lusk þótti listamaður á mótorhjóli sínu, en brást bogalistinn á laugardagskvöld og skall á höfðinu í lendingu. Ökumenn af hans tagi fljúga hjólum sínum og taka heljarstökk yfir sérstaka stökkpalla.

Lusk var fluttur á spítala eftir stökk sitt, en lést í kvöld eftir að hafa legið í dái og var fjölskylda hans viðstödd síðustu andartök hans.














Fleiri fréttir

Sjá meira


×