Innlent

Grútarblautum erni bjargað

Ekki er þess langt að bíða að þessi örn breiði úr vængjum sínum aftur.
mynd/rannveig magnúsdóttir
Ekki er þess langt að bíða að þessi örn breiði úr vængjum sínum aftur. mynd/rannveig magnúsdóttir

Ársgömlum erni var bjargað í Nátthaga við Berserkjahraun á Snæfellsnesi síðastliðið föstudagskvöld en hann var ataður grút og greinilega aðframkominn. „Hann sat þarna rétt hjá tjaldi ferðafólks sem síðan tilkynnti lögreglu um málið,“ segir Róbert Arnar Stefánsson, forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands, en hann fór á vettvang, handsamaði örninn og kom honum í búr.

Síðar var hann hreinsaður í Húsdýragarðinum í Reykjavík.

Vænghafið er um tveir og hálfur metri og segir Róbert Arnar að hann geti svifið vængjum þöndum innan skamms þar sem hann sé óðum að jafna sig.

Hann telur að örninn hefði ekki lifað af án aðstoðar eins og komið var fyrir honum. Örninn er afar taugastrekktur og er ekki til sýnis í Húsdýragarðinum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×