Lífið

Annie nærri gjaldþrotinu

Menning Annie Leibovitz ljósmyndari.
Menning Annie Leibovitz ljósmyndari.

Á þriðjudag rann út frestur bandaríska ljósmyndarans Annie Leibovitz til að greiða upp skuldir sínar en hún tók stórt lán í bólunni til að greiða hala af lausaskuldum.

Lánið stóð í 24 milljónum dala og hafði ekkert verið greitt af því þegar lánandinn, Art Capital Group, hótaði að ganga að veðum: heimilum hennar í Greenwich Village og Rinebeck, og það sem meira er, öllu myndasafni hennar. Leibovitz er einn þekktasti ljósmyndari okkar tíma og vann fyrst fyrir Rolling Stone.

Fyrsta verkefni hennar voru víðfrægar myndir af John Lennon í New York 1971. Síðar vann hún fyrir Vanity Fair, en skuldir hennar eru taldar stafa af miklum íburði við tökur á frægustu andlitum heims.

Hún hefur nokkrum sinnum komið til Íslands. Annie var um langt skeið sambýliskona Susan Sontag og er mikilsvirtur hluti af aðli New York. Nú eru stórar líkur á að hún missi allt: líka höfundarrétt á milljónum ljósmynda sinna.- pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.