Erlent

Bónusar bankamanna lækki

Fjármálaráðherrar Juncker frá Lúxemborg, Lagarde frá Frakklandi og Asmussen frá Þýskalandi.nordicphotos/AFP
Fjármálaráðherrar Juncker frá Lúxemborg, Lagarde frá Frakklandi og Asmussen frá Þýskalandi.nordicphotos/AFP

Fjármálaráðherrar Evrópusambandsins fagna frumkvæði Frakka og Þjóðverja, sem vilja fá Bandaríkjastjórn og fleiri ríki í lið með sér til þess að hafa hemil á bónusgreiðslum til yfirmanna í bönkum.

Á fundi ráðherranna í Brussel í gær sagð Anders Borg, fjármálaráðherra Svíþjóðar, að óhóflegar bónusgreiðslur verði að heyra sögunni til.

„Bankamennirnir eru að skemmta sér eins og enn væri árið 1999, en reyndar er komið árið 2009,“ sagði Borg. Bæði Nicolas Sarkozy Frakklandsforseti og Angela Merkel Þýskalandskanslari hafa lagt áherslu á að óhófsgreiðslur verði stöðvaðar.- gb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×