Innlent

Nígerísk fjársvik auglýst í Morgunblaðinu

Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjórans hefur varað við atvinnuauglýsingum sem birtust í Morgunblaðinu dagana 19. og 29. ágúst og 8. september, undir yfirskriftinni „Job opportunity".

Hafi áhugasamur samband við auglýsendur er þeim sendur tékki til að skipta í íslenskum bönkum. Svo eru þeir beðnir um að senda meginhluta andvirðisins á heimilisfang í Nígeríu með Western Union. Sjálfur heldur hinn áhugasami upphæð eftir fyrir sig sjálfan.

Efnahagsbrotadeildin minnir á að í þeim tilvikum sem íslenskur banki innleysir tékka gengst viðskiptavinurinn í ábyrgð fyrir andvirði hans.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×