Innlent

Svandís telur sér skylt að greiða atkvæði um Icesave

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Svandís Svavarsdóttir telur sig ekki vera vanhæfa í Icesave málinu. Mynd/ Valgaður.
Svandís Svavarsdóttir telur sig ekki vera vanhæfa í Icesave málinu. Mynd/ Valgaður.
Margrét Tryggvadóttir, þingmaður Borgarahreyfingarinnar, spurði Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra að því á Alþingi í dag hvort hún teldi sig hæfa til þess að taka afstöðu gagnvart Icesave samningnum vegna tengsla sinna við Svavar Gestsson, formann samninganefndarinnar, en Svavar er faðir hennar.

Svandís sagði að sér væri skylt að taka þátt í atkvæðagreiðslunni. Hún vísaði þá í 48. grein stjórnarskrárinnar þar sem segir að alþingismenn séu einungis bundnir við sannfæringu sína. Sagði hún að út úr reglunni mætti lesa að hæfisreglur stjórnsýslulaga ættu ekki við um þingmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×