Lífið

Úr leiklist í pólitík

Kal Penn sagði skilið við samstarfsmenn sína í House til að vinna fyrir Barack Obama.
Kal Penn sagði skilið við samstarfsmenn sína í House til að vinna fyrir Barack Obama.

Kal Penn, sem fór með hlutverk læknanemans Lawrence Kutner í þáttunum um House, hefur ákveðið að segja skilið við leiklistina og snúa sér að stjórnmálum. Búið er að skrifa persónuna Lawrence Kutner út úr þáttunum svo að Penn geti einbeitt sér að pólitíkinni. Penn, sem réttu nafni heitir Kalpen Modi, mun sitja í menningarráði Obama-stjórnarinnar í Washington.

„Ég vona að það verði komið fram við mig eins og hvern annan starfsmann. Ég tannburstaði mig í morgun, notaði tannþráð og munnskol og tók svo strætisvagninn í vinnuna, alveg eins og allir aðrir," sagði Kal Penn við blaðamenn á fyrsta vinnudegi sínum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.