Enski boltinn

Lag um Hillsborough-slysið

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Stuðningsmenn Liverpool minnast hér Hillsborough-slyssins í fyrra.
Stuðningsmenn Liverpool minnast hér Hillsborough-slyssins í fyrra. Nordic Photos / Getty Images

Kenny Dalglish og Bruce Grobbelaar eru meðal þeirra sem syngja lag sem hefur sérstaklega verið tekið upp af tilefni þess að 20 ár eru liðin frá Hillsborough-slysinu svokallaða.

96 stuðningsmenn Liverpool tróðust undir og fórust á heimavelli Sheffield Wednesday er liðið mætti Nottingham Forest í undanúrslitum ensku bikarkeppninnar þann 15. apríl 1989.

Er atvikið almennt talið það versta í íþróttasögu Bretlands.

Lagið sem um ræðir heitir The Fields of Anfield Road og er vel þekkt meðal stuðningsmanna Liverpool. Nýju versi var bætt við lagið til að minnast slyssins en meðal þeirra tónlistarmanna sem komu að upptökunum eru John Power úr hljómsveitinni Cast og James Walsh úr Starsailor.

Frétt um málið og myndskeið má skoða hér á fréttavef BBC.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×