Lífið

Jólaglögg hjá tónlistarfólki

Svavar Knútur sér um að koma fólki í jólaskap á Café Rosenberg í kvöld.
Svavar Knútur sér um að koma fólki í jólaskap á Café Rosenberg í kvöld.
Útón heldur árlegt jólaglögg í kvöld kl. 19 til 21 á Café Rosenberg við Klapparstíg. Glöggið er í boði félaga tónlistarmanna og útgefenda. Svavar Knútur mun sjá um að koma fólki í gott jólaskap á þessu fyrsta kvöldi jólamánaðarins. Í boði verður glögg og piparkökur auk þess sem helstu hagsmunasamtök tónlistarmanna og útgefenda kynna starfsemi sína á markaðstorgi. Allir eru velkomnir, bæði innan- og utanfélagsmenn. Aðgangur er ókeypis og hægt er að skrá sig á thorey@utflutningsrad.is.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.