Lífið

Katie Price skrifar fjórðu ævisöguna

SAgan öll? Katie Price hyggst skrifa fjórðu ævisöguna á fimm árum.
SAgan öll? Katie Price hyggst skrifa fjórðu ævisöguna á fimm árum.

Fjórða ævisaga glamúrfyrirsætunnar Katie Price er nú í burðar­liðnum en breskar bókaútgáfur hafa lýst því yfir að þær hafi ekki áhuga á að gefa bókina út. Þetta er fjórða ævisaga Price á fimm árum og í þeirri nýjustu mun hún fjalla um skilnað sinn við Peter Andre.

„Bóksalar vilja ekki ergja viðskiptavini sína með því að taka inn enn eina ævisöguna eftir Price, sem hefur nú þegar skrifað og gefið út þrjár slíkar á síðustu fimm árum. Svo virðist sem Price ætli sér að mjólka aðdáendur sína og hafa af þeim hvern einasta eyri," sagði starfsmaður bókaútgáfunnar Random House í viðtali við The Sun. Síðasta bók Price, Pushed to the Limit, kom út í febrúar á þessu ári.

Ævisaga Peter Andre, fyrrverandi eiginmanns Katie Price, er væntanleg í hillur breskra bókaverslana fyrir jólin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.