Erlent

Sjúklingurinn á Spáni hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó

Heilbrigðisyfirvöld á Spáni tilkynntu fyrir stundu að svínflensa hefði greinst í sjúklingi þar í landi sem hefði ekki komið til Mexíkó þar sem sjúkdómurinn á upptök sín. Það virtist gefa til kynna að flensan væri að breiðast út en skömmu síðar kom í ljós að maðurinn hafði verið í samskiptum við fólk nýkomið frá Mexíkó.

Tvö önnur tilfelli hafa greinst á Spáni en þá var um að ræða fólk sem hafði farið til Mexíkó. Það á við um öll þau tilfelli sem hafa greinst hingað til utan Mexíkó.

Keji Fukuda, talsmaður Alþjóða heilbrigðismálastofnunarinnar, sagði á blaðamannafundi síðdegis að farið yrði á fimmta viðbúnaðarstig, sem er næst efsta stig viðbúnaðar gegn inflúensufaraldri, ef mörg dæmi verði um að sjúkdómurinn berist mann á milli annars staðar en í Mexíkó.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×