Innlent

Háskólinn á Hólum verður ekki sjálfseignastofnun

Katrín Jakobsdóttir, snéri ákvörðun forvera síns í menntamálaráðuneytinu varðandi Háskólann á Hólum.
Katrín Jakobsdóttir, snéri ákvörðun forvera síns í menntamálaráðuneytinu varðandi Háskólann á Hólum.

Katrín Jakobsdóttir, menntamálaráðherra, hefur snúið við ákvörðun Þorgerðar Katrínar Gunnarsdóttir, fyrrum menntamálaráðherra um að gera Háskólann á Hólum að sjálfseignastofnun samkvæmt fréttavefnum Feykir.is. Þar kemur einnig fram að ekki hafi verið greint frá þessu opinberlega. Skólinn hefur verið rekinn með allnokkrum halla og var tilsjónarmaður skipaður yfir skólann.

Í pósti sem Feykir.is hefur undir höndum sem fóru á milli ráðuneytisstjóra menntamálaráðuneytis og hins vegar Guðrúnar Eyjólfsdóttur hjá samtökum atvinnulífsins stendur:

Við höfum sett nýjan menntamálaráðherra inn í þetta mál. Ráðherrann er ekki tilbúinn til að fara áfram með vinnuna sem gerir ráð fyrir að Hólaskóli verði sjálfseignastofnun. Það mál geti hugsanlega komið til áframhaldandi úrvinnslu að loknum kosningum þegar ný ríkisstjórn hefur tekið við. Ráðherra vill hins vegar að lokið verði faglegri úttekt á þeirri kennslu sem verið er að veita á Hólum. Við göngum því út frá því að Hólaskóli verði starfræktur næsta skólaár á ábyrgð ríkissjóðs og ráðuneytisins líkt og er nú.

Fréttina má lesa hér.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×