Innlent

Færður á slysadeild eftir árás með eggvopni

Karlmaður var í gærkvöldi fluttur á slysadeild eftir að til átaka kom í heimahúsi í Austurbænum sem endaði með maðurinn var skorinn í hökuna með eggvopn. Lögregla handtók tvo menn grunaða um verknaðinn og verða þeir yfirheyrðir í dag.

Nóttin var heldur erilsöm hjá lögreglu og var talsvert um ölvun og óspektir í miðborginni framundir morgun. Fimm voru handteknir grunaðir um að hafa ekið undir áhrifum áfengis. Um sjöleytið var maður barinn í höfuðið með flösku í miðbænum og var hann fluttur á slysadeild þar sem gert var að sárum hans.

Þá var mikið um umferðaróhöpp vegna hálku sem myndaðist víða á höfuðborgarsvæðinu í nótt. Á Hafnarfjarðarvegi valt bíll eftir að ökumaður missti stjórn á bifreið sinni með þeim afleiðingum að hann ók yfir á öfugan vegarhelming. Þrír voru í bifreiðinni og slösuðust þeir minniháttar.

Á Granda varð umferðaróhapp þegar tveir bifreiðar lentu saman. Einn fest í bifreið og slasaðist talsvert á fæti. Tveir voru handteknir grundaðir um ölvun við akstur.

Klukkan sex í morgun var maður handtekinn grunaður um ölvun eftir að hafa ekið á kant á Sæbraut. Bifreið mannsins skemmdist talsvert.

Rétt fyrir klukkan sjö missti ökumaður stjórn á bifreið sinni við Korputorg með þeim afleiðingum að bifreiðin velti og hafnaði á hvolfi. Tveir voru í bifreiðinni og sögn lögreglu voru þeir báðir í beltum og sluppu ómeiddir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×