Innlent

Framtíð samstarfs ræðst í dag

fyrrverandi samherjar Ómar segir afturhvarf Gunnars í bæjar­stjórn kalla á endurskoðun allra samninga. Gunnar segist munu snúa aftur.fréttablaðið/daníel
fyrrverandi samherjar Ómar segir afturhvarf Gunnars í bæjar­stjórn kalla á endurskoðun allra samninga. Gunnar segist munu snúa aftur.fréttablaðið/daníel

Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi, segir framtíð meirihlutasamstarfs ráðast í dag. Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að bregðast við skilyrðum sem fulltrúaráðsfundur Framsóknarflokks setti á mánudag.

Meðal þeirra var að nýr bæjarstjóri taki við í dag og sitji út kjörtímabilið. Ætli Gunnar sér að snúa aftur sem bæjarfulltrúi, verði að semja um samstarf flokkanna að nýju. Ómar segir að þá sé allt undir og hans túlkun sé að fulltrúaráðið telji að þá þurfi að skoða allar stöður upp á nýtt.

Gunnar segist munu snúa aftur til fyrri starfa í bæjarstjórn og bæjarráði að rannsókn á málefnum stjórnar Lífeyrissjóðs starfsmanna Kópavogs lokinni. Í haust fari hann þó í hnéaðgerð sem gæti haldið honum eitthvað frá störfum. Gunnar segir fólkið hafa kosið sig til starfa og því sé eðlilegt að hann snúi aftur á ný. Gunnar vill lítið tjá sig um kröfu samstarfsflokksins. „Ég segi ekkert um það, menn hljóta að leppa sig saman í þessu eins og í öðrum málum."

Ómar sagðist í gærkvöldi ekki hafa rætt við Gunnar eftir fund fulltrúaráðsins. Hann hefði hins vegar verið í góðu sambandi við Gunnstein og það réðist af viðbrögðum hans og Sjálfstæðisflokks við skilyrðum Framsóknar hvort grundvöllur væri til áframhaldandi samstarfs. Það ætti við um öll skilyrði, líka hvað varðaði endurkomu Gunnars.- kóp






Fleiri fréttir

Sjá meira


×