Lífið

Nei-tónleikar á Sódómu í kvöld

Rokkað gegn nauðgunum Fjöldi hljómsveita spilar á Sódómu í kvöld á Nei-styrktartónleikunum.
Rokkað gegn nauðgunum Fjöldi hljómsveita spilar á Sódómu í kvöld á Nei-styrktartónleikunum.

Hinir árlegu styrktartónleikar gegn kynbundnu ofbeldi, betur þekktir sem Nei-tónleikarnir eru í kvöld.

Bloodgroup, Retro Stefson, Sometime, Me the slumbering Napoleon, Menn ársins, The Esoteric Gender og Man ásamt Louise og D.G. Pedrera777 troða upp á Sódómu Reykjavík.

Listamennirnir gefa vinnu sína en tekið er við frjálsum framlögum við innganginn.

Átakið Karlmenn segja nei við nauðgunum beinir helst sjónum sínum að verslunarmannahelginni.

Karlmenn eru hvattir til að viðurkenna alvarleika nauðgana og taka þátt í umræðunni gegn kynbundnu ofbeldi. Tónleikarnir hefjast klukkan átta og standa til eitt. - kbs






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.