Erlent

Sótt að höfuðborg Tamíl tígra

Stjórnarherinn á Sri Lanka hefur ráðist inn í borgina Kilinochi sem í áraraðir hefur verið helsta vígi uppreisnarmanna tamíltígra á eyjunni. Talsmenn stjórnvalda segjast gera ráð fyrir að ná borginni á sitt vald á næstu klukkutímum.

Tamíl tígrar hafa ekki tjáð sig um ástandið í borginni en uppreisnarmenn eru sagðir hafast við í nokkrum hverfum borgarinnar. Herinn hefur sótt að borginni í marga mánuði og á fimmtudagskvöld bárust af því fréttir að fimm óbreyttir borgarar hafi látist í loftárásum hersins.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×