Lífið

Lætur gott af sér leiða

Endurgerir All you need is love
Alan Jones ætlar að endurgera Bítlalagið og mun allur söluágóðinn fara í rannsóknir á brjóstakrabbameini.
Fréttablaðið/Vilhelm
Endurgerir All you need is love Alan Jones ætlar að endurgera Bítlalagið og mun allur söluágóðinn fara í rannsóknir á brjóstakrabbameini. Fréttablaðið/Vilhelm

„Amma mín lést úr brjóstakrabbameini svo ég hef alltaf viljað gera eitthvað fyrir krabbameinsfélagið," segir Alan Jones söngvari sem endurgerir lagið All You Need Is Love með Bítlunum. Allan ágóða af sölu gefur hann til rannsókna á brjóstakrabbameini.

„Textinn í þessu lagi er svo einfaldur, en náði beint til mín. „Allt sem þú þarft er ást" og það er svo rétt," segir Alan. Þetta verður „live" upptaka í Fríkirkjunni í Hafnarfirði. Ég, Arnar Jónsson og Kristín Ósk Wium Hjartardóttir syngjum lagið saman og verðum með kvennakór í bakröddum. Steinþór Teavue spilar undir á píanó og Elva Björk Rúnarsdóttir á fiðlu. Við tökum upp um miðjan desember og lagið kemur út fyrir jól. Það verður fáanlegt á tonlist.is og allur söluágóðinn rennur beint í rannsóknir á brjóstakrabbameini," útskýrir Alan sem mun jafnframt halda tónleika til styrktar málefninu í Fríkirkjunni 18. desember.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Alan gefur ágóðann af tónlist sinn til góðgerðamála, en hann hélt nýverið styrktartónleika fyrir Ellu Dís og gaf allan ágóðann í læknismeðferð hennar. Aðspurður segir hann peningana ekki skipta sig máli. „Þetta snýst allt um að gefa til baka og það skiptir mig meira máli en peningar. Þeir munu koma síðar," segir Alan.

- ag






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.