Erlent

Viðræður ráðamanna hefjast

Háttsettir ráðamenn Ísraelsstjórnar og Palestínustjórnar hittust í gær í fyrsta sinn frá því að Benjamin Netanjahú tók við sem forsætisráðherra Ísraels.

Það voru þó ekki æðstu leiðtogar úr röðum beggja sem áttu fund, heldur þeir Silvan Shalom, varaforsætisráðherra Ísraels, og Bassem Khoury, efnahagsráðherra Palestínustjórnar.

Fundurinn þykir þó glæða vonir um frekara framhald viðræðna. Ráðherrarnir samþykktu að haldnir verði reglulegir fundir og samstarfsnefndir embættismanna verði settar á fót.- gb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×