Lífið

Fíflaveislan Gay Pride og nekt

Leikhópurinn Maddý hristir upp í fólki. 
Mynd/Oddur
Leikhópurinn Maddý hristir upp í fólki. Mynd/Oddur

„Þetta byrjaði á því að nokkrir krakkar í MH nenntu ekki að vera í leikfélaginu, vildu heldur stofna sitt eigið, sem mér fannst ógeðslega mikið brill. Þau hringdu í mig og báðu mig um að vera sér innan handar,“ segir Tyrfingur Tyrfingsson nemandi við fræði og framkvæmd um leikhópinn Maddý.

Hópurinn hefur sett á svið tvær sýningar, Jólahugvekju í gamla Fáfnishúsinu ásamt krökkum úr Fíladelfíu og Eru ekki allir í sundi? í Sundhöll Reykjavíkur. „Þetta var stuttu eftir hrunið og við vorum mikið að spá hvað allt væri skrítið. Við ákváðum að einbeita okkur að einhverjum einum heimi og snúa svolítið á það hvenær er hann réttur og hvenær er hann rangur. Af hverju er skrítið að vera nakinn ofan í sundi en það er í lagi í sturtunni? Það er bara einn metri sem skilur þar að. Hvenær er nekt eðlileg og hvenær óeðlileg?“

Nýjasta verkefni hópsins er unnið í samstarfi við artFart og Gay Pride og kallast Margt að ugga, öfugugga. Þar skoðar hópurinn Gay Pride-fyrirbærið. „Þetta er eins og „fiest of fools“, fíflaveisla, dagar hommanna. Við ákváðum að nota það bara, gera almennilega veislu og sjá svo hverjir fíflin eru.“ Sýningin er margmiðla og verður sýnd 7. og 14. ágúst í Austurbæ. Þá verður Eru ekki allir í sundi? tekin upp að nýju á artFart.

Er markmiðið að ganga fram af áhorfendum? „Markmiðið er ekki að ganga fram af heldur afhjúpa eitthvað sem við teljum satt, einhverja birtingarmynd sannleikans, eins skrítinn og ljótur og hann má vera.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.