Erlent

Íranir undir miklum þrýstingi á G20 fundinum

Íranir hafa komið sér upp aðstöðu til auðgunar úrans í leynilegri tilraunastöð. Barack Obama sagði í ræðu sinni á G20 fundinum sem hófst í Pittsburgh í Bandaríkunum í dag að skýlaus krafa væri uppi um að eftirlitsmenn á vegum Sameinuðu þjóðanna fái að rannsaka stöðina.

Leiðtogar Bretlands og Frakklands tóku undir orð forsetans og sagðist Gordon Brown forsætisráðherra Breta ekki vilja útiloka neinar aðgerðir verði landið ekki við kröfunum.

Íranir greindu eftirlitsmönnunum frá tilvist stöðvarinnar á mánudaginn var en sögðu um leið að hún væri ekki tilbúin og yrði aðeins notuð til þess að auðga úran sem notað verði til orkuframleiðslu. Þeir þvertaka ennfremur fyrir að stöðin sé á einhvern hátt leynileg.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×