Brúðkaupum fækkar í kreppunni 17. júlí 2009 16:40 Vigfús Þór Árnason Mynd/ Anton Brink Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir að brúðkaupum hafi fækkað þónokkuð eftir að kreppan skall á. Hann segist hafa rætt við marga kollega sína sem segja sömu sögu. „Já það er alveg á hreinu. Þeim hefur fækkað þónokkuð," segir Vigfús. Hann segir einnig að íburður brúðkaupa hafi minnkað en það telur hann vera ákveðið þroskamerki. „Ég held að þetta eigi eftir að þroskast. Fólk er að átta sig á því að það er hægt að gifta sig án þess að reisa sér hurðarás um öxl. Það er hægt að gera margt sjálfur varðandi mat og annað til dæmis," segir Vigfús. Hvað andstæðu giftinga - skilnaði - varðar, segist Vigfús ekki merkja að þeir hafi aukist í kjölfar efnahagshrunsins. „Ég hef ekki tekið eftir því, þeir eru ekki fleiri en vanalega. Eins finnst mér peningavandamál ekki vera ástæða skilnaða frekar en almenn vanlíðan eftir því sem fólk segir mér." Hann útilokar þó ekki að áhrif kreppunnar á hjónabönd eigi eftir að koma fram. „Þegar peningavandræði fara að vara í einhvern tíma getur það haft áhrif á hjónabönd. Núna hugsar fólk kannski: „Njótum sólarinnar og könnum þetta aðeins seinna." Rétt eins og það hugsaði fyrir jólin: „Höldum jólin og hugsum svo málin."," segir Vigfús. Hann segir kirkjustarfið vera blómlegt þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Á sunnudaginn verður haldin útimessa niðri við Nónholt í Grafarvogi en þetta mun vera í fimmta sinn sem það er gert. Núna hafa hinsvegar Grafavogssókn, Grafarholtssókn og Árbæjarsókn tekið höndum saman og munu halda útimessu saman. Gengið verður frá hverjum stað fyrir sig klukkan 10 og hefst messa klukkan 11. Predikari að þessu sinnu verður Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogssókn. Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira
Vigfús Þór Árnason, sóknarprestur í Grafarvogi, segir að brúðkaupum hafi fækkað þónokkuð eftir að kreppan skall á. Hann segist hafa rætt við marga kollega sína sem segja sömu sögu. „Já það er alveg á hreinu. Þeim hefur fækkað þónokkuð," segir Vigfús. Hann segir einnig að íburður brúðkaupa hafi minnkað en það telur hann vera ákveðið þroskamerki. „Ég held að þetta eigi eftir að þroskast. Fólk er að átta sig á því að það er hægt að gifta sig án þess að reisa sér hurðarás um öxl. Það er hægt að gera margt sjálfur varðandi mat og annað til dæmis," segir Vigfús. Hvað andstæðu giftinga - skilnaði - varðar, segist Vigfús ekki merkja að þeir hafi aukist í kjölfar efnahagshrunsins. „Ég hef ekki tekið eftir því, þeir eru ekki fleiri en vanalega. Eins finnst mér peningavandamál ekki vera ástæða skilnaða frekar en almenn vanlíðan eftir því sem fólk segir mér." Hann útilokar þó ekki að áhrif kreppunnar á hjónabönd eigi eftir að koma fram. „Þegar peningavandræði fara að vara í einhvern tíma getur það haft áhrif á hjónabönd. Núna hugsar fólk kannski: „Njótum sólarinnar og könnum þetta aðeins seinna." Rétt eins og það hugsaði fyrir jólin: „Höldum jólin og hugsum svo málin."," segir Vigfús. Hann segir kirkjustarfið vera blómlegt þrátt fyrir erfiðar efnahagsaðstæður. Á sunnudaginn verður haldin útimessa niðri við Nónholt í Grafarvogi en þetta mun vera í fimmta sinn sem það er gert. Núna hafa hinsvegar Grafavogssókn, Grafarholtssókn og Árbæjarsókn tekið höndum saman og munu halda útimessu saman. Gengið verður frá hverjum stað fyrir sig klukkan 10 og hefst messa klukkan 11. Predikari að þessu sinnu verður Guðrún Karlsdóttir, prestur í Grafarvogssókn.
Mest lesið Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Innlent Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Innlent Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Erlent Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Innlent Tókust á um veiðigjöld og þinglok Innlent Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði Innlent Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Innlent Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Innlent Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Innlent Fleiri fréttir Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Sjá meira