Innlent

ESB umsókn komið á framfæri við Svía

Gunnar Örn Jónsson skrifar

Umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu hefur verið komið á framfæri við sænsk stjórnvöld sem fara nú með formennsku í ráðherraráði ESB.

Guðmundur Árni Stefánsson, sendiherra Íslands í Stokkhólmi, gekk í dag á fund ráðuneytisstjóra sænska utanríkisráðuneytisins og afhenti umsókn Íslands. Á sama tíma kynnti Stefán Haukur Jóhannesson, sendiherra Íslands gagnvart Evrópusambandinu, umsóknina fyrir framkvæmdastjórn sambandsins.

Afrit af umsókn Íslands um aðild að Evrópusambandinu má sjá hér að neðan.



 










Fleiri fréttir

Sjá meira


×