Innlent

Víðtækt samráð mikilvægt

Jón Steindór Valdimarsson
Jón Steindór Valdimarsson

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist fagna samþykktinni.

„Samtök iðnaðarins hafa lengi haft það á stefnuskrá sinni að sækja eigi um aðild að Evrópusambandinu,“ segir hann. „Nú er þeim áfanga loksins náð og það er fagnaðarefni. Auðvitað ríður á að standa mjög vel að samningagerðinni og hafa þar alla hagsmuni og vega og meta þetta heildstætt.

Það er líka mjög brýnt að stjórnvöld standi við það sem stendur í greinargerðinni með tillögunni, að menn ætli að hafa víðtækt samráð. Menn hafa eðlilega talað mikið um sjávarútveg og landbúnað, en það eru auðvitað líka margir aðrir hagsmunir og það verður að gæta jafnræðis í því.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×