Líkt og í Full Metal Jacket 17. júlí 2009 06:00 Úr hagfræði í herinn Þráinn lagði ýmislegt á sig til að komast í norskan herskóla. Fréttablaðið/Stefán Þráinn Halldór Halldórsson er nýkominn heim úr inntökuprófum í Norska herskólanum. Hann líkir reynslunni við Full Metal Jacket. Hann hefur nám við herskólann 5. ágúst. 4500 sóttu um en í ár komust 711 inn í skólann. Þráinn, sem er 21 árs, á ár eftir í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar hjá Landsbankanum. Þá hefur hann unnið við Alþjóðlega kvikmyndahátíð og kvikmyndir.is. Þráinn segir áhugann hafa kviknað í herþjálfun hjá Heilsu-akademíunni og seinna í Boot Camp. „Einn kunningi minn fór í inntökuprófin til að sjá hvernig þetta væri. Þá sá maður að þetta var raunhæfur möguleiki." Þráinn sendi inn umsókn í apríl með hjálp norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Hann var í kjölfarið tekinn inn í tvö ár. „Fyrsta hálfa árið fer í að læra hvernig á að meðhöndla vopnin og allt það sem viðkemur því að vera hermaður. Ég verð þarna í Norður-Noregi í talsverðum kulda. Eftir jól fer ég í aðeins meira bóklegt nám." Að því loknu vinnur hann hjá hernum í ár. „Ég loka ekki á áframhaldandi feril hjá þeim, en ég byrja á þessu allavega." Inntökuprófin tóku þrjár vikur og reyndu talsvert á. „Fyrsta vikan einkennist af líkamlegum prófum, viðtölum og læknisskoðunum. Þú vaknar klukkan hálf sex á morgnana og þrífur herbergið þitt. Eftir klukkutíma athuga þeir hvort það er nógu vel þrifið og hvort þú sért búinn að raka þig nógu vel. Síðan færðu korter til að smyrja þér morgunmat og hádegismat. Þá er farið af stað í æfingar, allt frá marseringum yfir í það hvernig á að meðhöndla beinbrot úti í skógi. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast næst." Aðra vikuna eru þeir svo sendir út í skóg að leysa ýmis verkefni. „Það er óhætt að segja að það er nokkuð mikið líkamlegt og andlegt álag þar. Af þessum sjö nóttum sem ég var þarna voru fjórar þar sem maður svaf ekkert, hinar svaf maður í mesta lagi tvo klukkutíma." Þriðja vikan er svo svipuð þeirri fyrstu, en gengið er frá öllum búnaði. Er þetta eins og í bíó? „Já, þú ert sendur í liðhlaup og látinn klifra yfir veggi og allt. Þrautirnar í Full Metal Jacket eru svipaðar þessu." Þráinn á hvorki börn né konu. „Það er voða lítið sem heldur mér hér." En hvað segir fjölskyldan? „Föður mínum finnst þetta mjög spennandi en mamma er kannski ekki alveg jafn sátt. En jú, ég mæti mjög miklum stuðningi." kbs@frettabladid.is Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Þráinn Halldór Halldórsson er nýkominn heim úr inntökuprófum í Norska herskólanum. Hann líkir reynslunni við Full Metal Jacket. Hann hefur nám við herskólann 5. ágúst. 4500 sóttu um en í ár komust 711 inn í skólann. Þráinn, sem er 21 árs, á ár eftir í hagfræði við Háskóla Íslands og starfar hjá Landsbankanum. Þá hefur hann unnið við Alþjóðlega kvikmyndahátíð og kvikmyndir.is. Þráinn segir áhugann hafa kviknað í herþjálfun hjá Heilsu-akademíunni og seinna í Boot Camp. „Einn kunningi minn fór í inntökuprófin til að sjá hvernig þetta væri. Þá sá maður að þetta var raunhæfur möguleiki." Þráinn sendi inn umsókn í apríl með hjálp norska sendiráðsins og utanríkisráðuneytisins. Hann var í kjölfarið tekinn inn í tvö ár. „Fyrsta hálfa árið fer í að læra hvernig á að meðhöndla vopnin og allt það sem viðkemur því að vera hermaður. Ég verð þarna í Norður-Noregi í talsverðum kulda. Eftir jól fer ég í aðeins meira bóklegt nám." Að því loknu vinnur hann hjá hernum í ár. „Ég loka ekki á áframhaldandi feril hjá þeim, en ég byrja á þessu allavega." Inntökuprófin tóku þrjár vikur og reyndu talsvert á. „Fyrsta vikan einkennist af líkamlegum prófum, viðtölum og læknisskoðunum. Þú vaknar klukkan hálf sex á morgnana og þrífur herbergið þitt. Eftir klukkutíma athuga þeir hvort það er nógu vel þrifið og hvort þú sért búinn að raka þig nógu vel. Síðan færðu korter til að smyrja þér morgunmat og hádegismat. Þá er farið af stað í æfingar, allt frá marseringum yfir í það hvernig á að meðhöndla beinbrot úti í skógi. Þú veist aldrei hvað er að fara að gerast næst." Aðra vikuna eru þeir svo sendir út í skóg að leysa ýmis verkefni. „Það er óhætt að segja að það er nokkuð mikið líkamlegt og andlegt álag þar. Af þessum sjö nóttum sem ég var þarna voru fjórar þar sem maður svaf ekkert, hinar svaf maður í mesta lagi tvo klukkutíma." Þriðja vikan er svo svipuð þeirri fyrstu, en gengið er frá öllum búnaði. Er þetta eins og í bíó? „Já, þú ert sendur í liðhlaup og látinn klifra yfir veggi og allt. Þrautirnar í Full Metal Jacket eru svipaðar þessu." Þráinn á hvorki börn né konu. „Það er voða lítið sem heldur mér hér." En hvað segir fjölskyldan? „Föður mínum finnst þetta mjög spennandi en mamma er kannski ekki alveg jafn sátt. En jú, ég mæti mjög miklum stuðningi." kbs@frettabladid.is
Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Lífið Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira