Innlent

Úthýst í stað húsaleigubóta

Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði.
Lúðvík Geirsson er bæjarstjóri í Hafnarfirði.

Íbúa í Dalshrauni í Hafnarfirði hefur verið gert að rýma heimili sitt innan tveggja vikna. Íbúinn hafði sótt um húsaleigubætur til bæjarins og skráningu lögheimilis í Dalshrauni. Lagði hann fram þinglýstan leigusamning máli sínu til stuðnings. Bæjaryfirvöld segja hins vegar að umrætt húsnæði sé á athafnasvæði og ekki ætlað til íbúðar.

„Íbúðin er því ólögleg og ber að rýma hana án tafar. Verði það ekki gert innan tveggja vikna mun skipulags- og byggingarfulltrúi gera tillögu til skipulags- og byggingarráðs um beitingu dagsekta." - gar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×