Lífið

Deilt um Davíð á Facebook

Davíð Oddsson.
Davíð Oddsson.

Hópur var stofnaður fyrir stuttu á Facebook þar sem skorað var á Davíð Oddsson, fyrrum forsætisráðherra og seðlabankastjóra að snúa aftur í heim stjórnmálanna. Um þrjú þúsund manns skráðu sig í hópinn til stuðnings við Davíð. Nokkuð var sagt frá hópnum í fjölmiðlum og bættist hægt og rólega í.

Nú eru aftur á móti andstæðingar Davíðs búnir að stofna svipaðan hóp á Facebook en nú er skorað á hann að snúa ekki aftur í stjórnmálin.

Í lýsingu á hópnum sem Bragi Gunnlaugsson stofnaði segir: „Það er nokkuð ljóst að maðurinn hefur ekkert með það að gera að koma aftur í stjórnmál. Leyfum honum að njóta eftirlaunanna (ath fleirtala) í friði."

Áhangendur Davíðs á Facebook eru ívið fleiri en andstæðingar hans en þegar hafa rétt rúmlega 700 manns skráð sig gegn fyrrum formanni Sjálfstæðisflokksins.

Og þá verður athyglisvert að sjá hvort þriðji hópurinn komi fram. Eins og til dæmis hópur gegn hópum sem skora á stjórnmálamenn að snúa aftur.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.