Lífið

Pétur með sýningu

leiklist Pétur Jóhann verður einn á sviði í febrúar í Borgarleikhúsi.
leiklist Pétur Jóhann verður einn á sviði í febrúar í Borgarleikhúsi.

Skemmtikrafturinn Pétur Jóhann Sigfússon er nú við æfingar á nýjum einleik sem hann hefur sett saman í félagi við Sigurjón Kjartansson og er frumsýning fyrirhuguð þann 7. febrúar næstkomandi á Litla sviði Borgarleikhússins. Verkið kalla þeir félagar Sannleikann og er miðasala hafin á sýninguna. Þetta er í fyrsta sinn sem stjarnan úr Nætur- og Dagvaktinni leikur á sviði og því er eftirvæntingin mikil, en hann á að baki langan feril sem uppistandari og skemmtikraftur. Í „Sannleikanum“ fást svör við spurningum eins og: Er dagurinn styttri hjá hundum? Af hverju eru fjögur hólf fyrir þvottaefni? Láta peningar jörðina snúast? Hvernig fara þeir að því? Og á ég eftir að endurholdgast sem skítafluga?

Það er valinn maður í hverju rúmi í uppsetningu Sannleikans. Stefán Jónsson, leikari, hefur á undanförnum árum haslað sér völl sem leikstjóri í fremstu röð og var valinn leikstjóri ársins við fyrstu afhendingu Grímuverðlaunanna árið 2003. Hann hefur meðal annars leikstýrt verkunum: Kvetch, Sporvagninn Girnd, Héri Hérason, Túskildingsóperan, Forðist okkur, Belgíska Kongó, Leg, Óhapp! og Baðstofan. Leikmynd gerir Snorri Freyr Hilmarsson en tónlist er eftir Halldór Ágúst Björnsson. Það er fyrirtækið 3sagas sem stendur að sýningunni. - pbb






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.