Mikið hlegið á Litla-Hrauni 25. september 2009 07:00 Mikið stuð og mikið gaman Það var mikið hlegið á Litla-Hrauni á miðvikudaginn þegar vistmenn þar horfðu fyrstir allra á tvo fyrstu þættina í Fangavaktinni. Ragnar Bragason, leikstjóri þáttanna, segist aldrei hafa farið á svona skemmtilega frumsýningu og Margrét Frímannsdóttir telur sig geta ábyrgst að strákarnir á Hrauninu eigi ekki eftir að missa af einum einasta þætti. „Við ákváðum að gera þetta enda áttum við í nánu samstarfi við bæði fanga og allt starfsfólk Litla-Hrauns. Við réðumst náttúrlega þarna inn á heimili þeirra í tvær vikur en þeir sýndu okkur alveg ótrúlega hjálpsemi og reyndust mikil og góð hjálp,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri en það var heldur betur kátt á hjalla á Litla-Hrauni á miðvikudaginn þegar fulltrúar Fangavaktarinnar frumsýndu fyrstu tvo þættina í fangelsinu. Búið var að gera bíósal í íþróttahúsi fangelsisins og að lokinni sýningu var boðið upp á samlokur og með því. Meðal þeirra sem fóru á Litla-Hraun með Ragnari voru Pétur Jóhann Sigfússon, Jón Gnarr og handritshöfundurinn Jóhann Ævar Grímsson. Ragnar segir að þótt þrenningin Georg, Daníel og Ólafur Ragnar sé fyrirferðarmest hafi þeir Björn Thors og Sigurður Hrannar slegið í gegn á Hrauninu en þeir leika þrjótana í þáttunum. „Í kaffispjallinu á eftir kom alveg skýrt fram að það mætti finna þá í fleiri en einu eintaki þarna inni,“ segir Ragnar en auk þeirra koma Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Gunnar Hansson einnig töluvert við sögu. Ragnar var ekki í vafa um að þetta hefði verið ein skemmtilegasta frumsýning sem hann hafi farið á. „Ég held að ég fari ekki með fleipur þar, þeir lifðu sig algjörlega inn í þetta og maður upplifði þættina á allt öðruvísi hátt þarna.“ Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona Litla-Hrauns, var einnig mjög ánægð með útkomuna. Og sagði að fangarnir hefðu skemmt sér konunglega á sýningunni. „En það verður eflaust hlegið á öðrum stöðum hérna heldur en heima í stofu,“ segir Margrét og bætir því við að henni þótti mikið til þessa framtaks koma. „Þetta tók náttúrlega töluverðan tíma og fangarnir lögðu mikið á sig, gáfu eftir útivistartíma og íþróttahúsið á meðan á tökunum stóð. En aldrei kom til neinna árekstra og þeir kunna vel að meta það þegar þeim er sýnd virðing og þakklæti eins og þarna var gert.“ Margrét segist sjálf hafa séð suma takta frá sér í þáttunum. Og að hún hafi síður en svo ekki verið sú eina. „Nei, og ég held að ég geti ábyrgst að strákarnir hérna ætla ekki að missa af einum einasta þætti.“freyrgigja@frettabladid.is Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira
„Við ákváðum að gera þetta enda áttum við í nánu samstarfi við bæði fanga og allt starfsfólk Litla-Hrauns. Við réðumst náttúrlega þarna inn á heimili þeirra í tvær vikur en þeir sýndu okkur alveg ótrúlega hjálpsemi og reyndust mikil og góð hjálp,“ segir Ragnar Bragason leikstjóri en það var heldur betur kátt á hjalla á Litla-Hrauni á miðvikudaginn þegar fulltrúar Fangavaktarinnar frumsýndu fyrstu tvo þættina í fangelsinu. Búið var að gera bíósal í íþróttahúsi fangelsisins og að lokinni sýningu var boðið upp á samlokur og með því. Meðal þeirra sem fóru á Litla-Hraun með Ragnari voru Pétur Jóhann Sigfússon, Jón Gnarr og handritshöfundurinn Jóhann Ævar Grímsson. Ragnar segir að þótt þrenningin Georg, Daníel og Ólafur Ragnar sé fyrirferðarmest hafi þeir Björn Thors og Sigurður Hrannar slegið í gegn á Hrauninu en þeir leika þrjótana í þáttunum. „Í kaffispjallinu á eftir kom alveg skýrt fram að það mætti finna þá í fleiri en einu eintaki þarna inni,“ segir Ragnar en auk þeirra koma Ingvar E. Sigurðsson, Ólafur Darri og Gunnar Hansson einnig töluvert við sögu. Ragnar var ekki í vafa um að þetta hefði verið ein skemmtilegasta frumsýning sem hann hafi farið á. „Ég held að ég fari ekki með fleipur þar, þeir lifðu sig algjörlega inn í þetta og maður upplifði þættina á allt öðruvísi hátt þarna.“ Margrét Frímannsdóttir, forstöðukona Litla-Hrauns, var einnig mjög ánægð með útkomuna. Og sagði að fangarnir hefðu skemmt sér konunglega á sýningunni. „En það verður eflaust hlegið á öðrum stöðum hérna heldur en heima í stofu,“ segir Margrét og bætir því við að henni þótti mikið til þessa framtaks koma. „Þetta tók náttúrlega töluverðan tíma og fangarnir lögðu mikið á sig, gáfu eftir útivistartíma og íþróttahúsið á meðan á tökunum stóð. En aldrei kom til neinna árekstra og þeir kunna vel að meta það þegar þeim er sýnd virðing og þakklæti eins og þarna var gert.“ Margrét segist sjálf hafa séð suma takta frá sér í þáttunum. Og að hún hafi síður en svo ekki verið sú eina. „Nei, og ég held að ég geti ábyrgst að strákarnir hérna ætla ekki að missa af einum einasta þætti.“freyrgigja@frettabladid.is Margrét Frímansdóttir, forstöðumaður Litla Hraun
Mest lesið Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Lífið Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Lífið Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Lífið Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Lífið Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Lífið „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ Lífið Tímalausar og fallegar brúðargjafir Lífið Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Lífið Risastór menningarhátíð á Flateyri Menning Skákborðsréttir nýjasta matartískan Lífið Fleiri fréttir Heitustu skvísur landsins fögnuðu íslenskri húðvöru Áslaug Arna kom sér fyrir á innan við viku Skákborðsréttir nýjasta matartískan Tímalausar og fallegar brúðargjafir Þórdís Elva fann ástina í örmum poppstjörnu Eins og ef Laddi hefði hvatt krakka til að reykja krakk eða sígarettur Perry og Bloom saman á snekkju Bezos Vissu fyrir löngu að þau vildu verja ævinni saman Aðalsteinn og Elísabet selja íbúðina Sumarsalat sem lætur bragðlaukana dansa Bjössi og Dísa í carnival stemningu í miðbænum Samdi CIA lag Scorpions, Wind of Change, til að fella Sovétríkin? Stjörnulífið: „Grín sem gekk allt of langt“ „Síðustu tíu árin hafa verið erfið“ „Það segir eitthvað að þetta sé fjórtánda sumarið“ Varð mjög hræddur en fann huggun í húmornum Krakkatían: Tölur, mýs og tónlist Julian McMahon látinn Var orðið að spurningu um líf og dauða Fréttatía vikunnar: Andlát, fyllerí og fiskur Aron Kristinn orðinn pabbi Vonbrigði að aðeins tvær konur komi fram á Kótelettunni Sumarlegt grillsalat að hætti Hildar Rutar Umboðsmaður Jenner lést af slysförum „Þvílíkur fílingur bara“ „Ég fæ alltaf gæsahúð af góðum texta“ Rósa og Hersir orðin foreldrar Einbýli í Breiðholti úr smiðju Rutar Kára „Fólk sleppur ekkert auðveldlega frá mér“ Staðfesta sambandsslitin Sjá meira