Verkalýðshreyfingin deilir um skatta og niðurskurð 24. júní 2009 06:00 Nokkur titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Deila menn þar um leiðir til að taka á þeim mikla fjárlagahalla sem fyrirséður er. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt á það áherslu að eftir 2010 verði dregið úr vægi skatta í því að brúa bilið í fjárlögum. Þess í stað verði aukin áhersla á niðurskurð. Vaxandi titringur er innan hluta verkalýðshreyfingarinnar, sérstaklega á opinbera vængnum, um að það þýði stórfelldan samdrátt í velferðarþjónustunni með tilheyrandi uppsögnum og skerðingu á þjónustu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnar telji sumir að kröfur ASÍ og SA um niðurskurð gangi lengra en kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Opinberir starfsmenn vilja hins vegar fara hægar í sakirnar og er það mun nær hugmyndum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkrir innan stjórnarmeirihlutans hafa gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að fara of geyst í sakirnar í kröfum um niðurskurð. Meðal þeirra er Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Fulltrúar vinnumarkaðar funduðu í gær með ráðherrum í Stjórnarráðinu og var jafnvel búist við að skrifað yrði undir á þeim fundi. Ríkisfjármálin stóðu hins vegar út af borðinu að honum loknum, sem og málefni starfsendurhæfingarsjóðs sem verið er að kippa í liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ASÍ og SA lagt áherslu á afnám gjaldeyrishafta. Það stangast á við áherslur ýmissa annarra um að lykilatriði sé að ná vöxtum niður, en varlegar skuli farið í höftin. Meðal þess sem rætt hefur verið er hvort þeir aðilar sem hafa verið hvað mest áberandi í efnahagsráðgjöf síðustu ára, svo sem Viðskiptaráð og Kauphöllin, eigi að eiga ríkan þátt í enduruppbyggingu samfélagsins og þá hve mikinn.- kóp Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira
Nokkur titringur er kominn upp innan verkalýðshreyfingarinnar í viðræðum um stöðugleikasáttmála. Deila menn þar um leiðir til að taka á þeim mikla fjárlagahalla sem fyrirséður er. Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins hafa lagt á það áherslu að eftir 2010 verði dregið úr vægi skatta í því að brúa bilið í fjárlögum. Þess í stað verði aukin áhersla á niðurskurð. Vaxandi titringur er innan hluta verkalýðshreyfingarinnar, sérstaklega á opinbera vængnum, um að það þýði stórfelldan samdrátt í velferðarþjónustunni með tilheyrandi uppsögnum og skerðingu á þjónustu. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að innan ríkisstjórnar telji sumir að kröfur ASÍ og SA um niðurskurð gangi lengra en kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. Opinberir starfsmenn vilja hins vegar fara hægar í sakirnar og er það mun nær hugmyndum ríkisstjórnarinnar, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Nokkrir innan stjórnarmeirihlutans hafa gagnrýnt Alþjóðagjaldeyrissjóðinn fyrir að fara of geyst í sakirnar í kröfum um niðurskurð. Meðal þeirra er Ögmundur Jónasson heilbrigðisráðherra. Fulltrúar vinnumarkaðar funduðu í gær með ráðherrum í Stjórnarráðinu og var jafnvel búist við að skrifað yrði undir á þeim fundi. Ríkisfjármálin stóðu hins vegar út af borðinu að honum loknum, sem og málefni starfsendurhæfingarsjóðs sem verið er að kippa í liðinn. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins hafa ASÍ og SA lagt áherslu á afnám gjaldeyrishafta. Það stangast á við áherslur ýmissa annarra um að lykilatriði sé að ná vöxtum niður, en varlegar skuli farið í höftin. Meðal þess sem rætt hefur verið er hvort þeir aðilar sem hafa verið hvað mest áberandi í efnahagsráðgjöf síðustu ára, svo sem Viðskiptaráð og Kauphöllin, eigi að eiga ríkan þátt í enduruppbyggingu samfélagsins og þá hve mikinn.- kóp
Mest lesið Hnífstunga á Austurvelli Innlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent Þorgerður til í fund og það strax Innlent Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Innlent Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Innlent Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Innlent Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Innlent Fleiri fréttir 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Ógnuðu húsráðanda með hnífum og kylfum Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Sjá meira