Innlent

Einar Karl starfar tímabundið í forsætisráðuneytinu

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Einar Karl Haraldsson
Einar Karl Haraldsson
Einar Karl Haraldsson, fyrrum aðstoðarmaður iðnaðarráðherra, hóf í vikunni störf í forsætisráðuneytinu, en þar kemur hann til með að sinna upplýsinga- og kynningarmálum tímabundið.

Einar er á biðlaunum síðan hann lét af störfum aðstoðarmanns 10. maí síðastliðinn, og segist ekki búast við krónu umfram þau fyrir störf sín.

„Jóhönnu fannst rétt að ég ynni fyrir kaupinu mínu," segir Einar Karl kíminn, og bætir við að honum hafi runnið blóðið til skyldunnar. Hann hafði áður sagst ætla að taka sér langt sumarleyfi, en segir aðspurður að hin nýju verkefni gangi á fríið.

Einar hefur síðan störf á Landsspítalanum við að festa í sessi nýtt vinnulag á sviði almannatengsla þann 1. september.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×