Innlent

Aðgerðahópur háttvirtra öryrkja á Austurvelli

Hafsteinn Gunnar Hauksson skrifar
Ólafía Ragnarsdóttir
Ólafía Ragnarsdóttir Mynd/GVA

Fulltrúar úr Aðgerðahóp háttvirtra öryrkja bíða nú á Austurvelli eftir nefndarmönnum Félags- og trygginganefndar alþingis. Að sögn Ólafíu Ragnarsdóttur, hæstvirts formanns hópsins eins og hún er kölluð, er ætlun þeirra að afhenda forsvarsmönnum nefndarinnar harðorða ályktun gegn „[...]þeirri harkalegu aðför að örykjum og tekjugrunni þeirra sem nú er til umfjöllunar hjá ríkisstjórninni."

Í ályktuninni fordæmir hópurinn það sem þau kalla lágtekuskatt, og furða sig á því hve tekjumark hátekjuskatts sé hátt. Þau kalla það siðleysi að tekjuskerðing þeirra skuli taka gildi strax 1. júlí eða með tíu daga fyrirvara. Jafnframt gagnrýna þau skerðingu á grunnþjónustu við fatlaða.

„Markmið okkar er að vera sýnileg fyrir hönd þessa hóps sem eiga margir hverjir, vegna líkamlegrar eða andlegrar fötlunar, erfitt með að mæta í mótmælaaðgerðir. Við erum hér í umboði þeirra," segir Ólafía í samtali við fréttastofu.

Ályktun hópsins má sjá hér að neðan.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×