Innlent

Hótaði föður og ungri dóttur

Tæplega þrítugur maður hefur verið dæmdur í sex mánaða fangelsi fyrir að hóta manni og tíu ára dóttur hans. Maðurinn hafði áður hlotið dóm fyrir líkamsárás eftir að hann við annan mann réðst á föðurinn, kýldi hann og reif eyrnalokk úr eyra hans.

Þegar árásarmálið var komið í rannsókn hringdi árásarmaðurinn í þann sem hann hafði misþyrmt þá og hótaði honum, léti hann málið ekki niður falla. Hann hótaði einnig tíu ára dóttur mannsins að pabbi hennar myndi koma alblóðugur heim myndi hún ekki sækja hann í símann.

Líkamsárásardómurinn var tekinn upp og refsing dæmd í einu lagi. - jss






Fleiri fréttir

Sjá meira


×