Hættur í Frjálslynda flokknum - hefur enga trú á þessu Breki Logason skrifar 24. júní 2009 14:25 Magnús Þór Hafsteinsson fyrrum varaformaður og þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í morgun. Hann segist telja að flokkurinn eigi enga framtíð en Magnús hefur gagnrýnt forystu flokksins mikið eftir afhroðið í síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn 2,2% fylgi og náði engum þingmanni inn. Magnús segir sóknarfæri í íslenskri pólitík og telur ekki ólíklegt að nýr flokkur verði stofnaður. „Ég hef sagt það áður að ég hef verið ósáttur við flokkinn og forysta hans hefur gert alltof mörg mistök. Ég kallaði eftir því að auka landsþing yrði haldið þar sem flokkurinn yrði endurskipulagður. Það hefur ekki verið tekið mark á því. Forysta sem fer með flokk úr 7,3% niður í 2,2% hefur sáralítið fram að færa að mínu mati, ég hef því bara enga trú á þessu," segir Magnús. Magnús segist einungis hafa verið að kalla eftir breytingum eins og gert sé allstaðar þegar flokkar lenda í áföllum svipuðum þeim sem frjálslyndir hafa gert upp á síðkastið. „Þá er yfirleitt gengið í það verk að rétta skútuna við, það er hinsvegar ekki að sjá að slíkt standi til og ég bara nenni ekki að binda nafn mitt við þetta lengur." Aðspurður hvort hann ætli að leita í aðra flokka segir Magnús að nú sé hásumar og hann sé ekkert að stressa sig á hlutunum. „Það er hinsvegar mikil upplausn á svona mið-hægri kanti stjórnmálanna og þar eru sóknarfæri. Ég tel því ekkert ólíklegt að einhver nýr flokkur verði stofnaður sem standi vörð um þau gildi sem gera okkur að þjóð, ég lýsi bara eftir slíkum flokki." Magnús segist sjálfur ekki vilja lýsa því yfir að slíkur flokkur sé í burðarliðnum en hann hafi viðrað þessar skoðanir sínar upp á síðkastið. „Það væri ekkert ólíklegt að til þess kæmi. Það eru margir kjósendur þarna megin sem eru hálf heimilislausir eins og er." Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira
Magnús Þór Hafsteinsson fyrrum varaformaður og þingmaður Frjálslynda flokksins sagði sig úr flokknum í morgun. Hann segist telja að flokkurinn eigi enga framtíð en Magnús hefur gagnrýnt forystu flokksins mikið eftir afhroðið í síðustu kosningum. Þá fékk flokkurinn 2,2% fylgi og náði engum þingmanni inn. Magnús segir sóknarfæri í íslenskri pólitík og telur ekki ólíklegt að nýr flokkur verði stofnaður. „Ég hef sagt það áður að ég hef verið ósáttur við flokkinn og forysta hans hefur gert alltof mörg mistök. Ég kallaði eftir því að auka landsþing yrði haldið þar sem flokkurinn yrði endurskipulagður. Það hefur ekki verið tekið mark á því. Forysta sem fer með flokk úr 7,3% niður í 2,2% hefur sáralítið fram að færa að mínu mati, ég hef því bara enga trú á þessu," segir Magnús. Magnús segist einungis hafa verið að kalla eftir breytingum eins og gert sé allstaðar þegar flokkar lenda í áföllum svipuðum þeim sem frjálslyndir hafa gert upp á síðkastið. „Þá er yfirleitt gengið í það verk að rétta skútuna við, það er hinsvegar ekki að sjá að slíkt standi til og ég bara nenni ekki að binda nafn mitt við þetta lengur." Aðspurður hvort hann ætli að leita í aðra flokka segir Magnús að nú sé hásumar og hann sé ekkert að stressa sig á hlutunum. „Það er hinsvegar mikil upplausn á svona mið-hægri kanti stjórnmálanna og þar eru sóknarfæri. Ég tel því ekkert ólíklegt að einhver nýr flokkur verði stofnaður sem standi vörð um þau gildi sem gera okkur að þjóð, ég lýsi bara eftir slíkum flokki." Magnús segist sjálfur ekki vilja lýsa því yfir að slíkur flokkur sé í burðarliðnum en hann hafi viðrað þessar skoðanir sínar upp á síðkastið. „Það væri ekkert ólíklegt að til þess kæmi. Það eru margir kjósendur þarna megin sem eru hálf heimilislausir eins og er."
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Gosmóðan heldur áfram Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Fleiri fréttir Blámóðan þyngdi róður slökkviliðsmanna Gosmóðan heldur áfram Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Sjá meira