Innlent

Búið að opna göngin

Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð aftur.
Hvalfjarðargöngin hafa verið opnuð aftur. Mynd/Pjetur

Búið er að opna Hvalfjarðargöngin, en þeim var í öryggisskyni lokað eftir umferðaróhapp sem tilkynnt var lögreglu klukkan 11:18.

Samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu rákust flutningabíll og pallbíll með pallhýsi saman. Annað ökutækið er óökufært og þurfti að fjarlægja það með kranabíl. Enginn er talinn slasaður, en sjúkrabifreið var til öryggis send á vettvang.






Tengdar fréttir

Hvalfjarðargöngin lokuð

Hvalfjarðargöngunum hefur verið lokað vegna umferðarslyss. Að sögn lögreglu virðist slysið ekki vera alvarlegt, en sjúkrabíll var þó sendur af stað um leið og tilkynning um slysið barst klukkan 11:18. Allt að klukkutími gæti liðið þar til göngin verða opnuð fyrir umferð á ný.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×