Innlent

Ein með öllu og gos ódýrast á Selfossi

Þjóðvegur 1 Þeir eru ófáir sem ferðast um hringveginn á sumrin og allflestir koma einhvers staðar við í sjoppu. Fréttablaðið/Pjetur
Þjóðvegur 1 Þeir eru ófáir sem ferðast um hringveginn á sumrin og allflestir koma einhvers staðar við í sjoppu. Fréttablaðið/Pjetur

Þjóðvegur eitt er stærsti og lengsti vegur landsins og oft langt á milli staða er keyrt er á landsbyggðinni. Fátt getur þá verið jafnkærkomið og að sjá bensínstöð eða sjoppu í fjarska eftir langan akstur þegar menn eru orðnir svangir og salernisþörfin stór.

Fréttablaðið tók hringinn og athugaði verð á nokkrum vel völdum sjoppum við þjóðveginn.

Athugað var með verð á pylsu og gosi fyrir fjögurra manna fjölskyldu, ásamt einu hreinu Nizza-súkkulaðistykki og einum kaffibolla. Ekki var þó athugað sérstaklega með aðstöðu eða aðra þjónustu.

Það voru ekki allir staðirnir með sérstakt tilboð á pylsum og gosi saman og því töluverður munur á hæsta og lægsta verði. Ódýrast er að versla í Arnbergi, söluskála Olís á Selfossi, þar sem sérstakt tilboð er í gangi, en dýrast hjá Seli - Hótel Mývatni en þar er ekki tilboð.

Dýrasta Nizza-súkkulaðistykkið er hjá Shell á Egilsstöðum á 192 krónur en ódýrast hjá Kaupfélagi Skagamanna í Varmahlíð á 145 krónur. Á helmingnum af þeim stöðum sem skoðaðir voru kostar súkkulaðistykkið þó 159 krónur.

Langódýrasti kaffibollinn var í Arnbergi enda var hann frír en dýrastur var hann á Egilsstöðum á 250 krónur. Oftast var þó verðið á bollanum milli 195 til 200 krónur en einnig er frí áfylling í boði á mörgum stöðum.

heidur@frettabladid.is




Fleiri fréttir

Sjá meira


×