Ísland er komið á EM 17. júní 2009 15:29 Snorri Steinn í baráttunni gegn Makedóníumönnum. Mynd/Aleksandar Djorovic Ísland tryggði sér farseðilinn á EM í Austurríki á næsta ári með öruggum 34-26 sigri gegn Makedóníu í Laugardalshöll. Sigurinn var í raun aldrei í hættu því Ísland leiddi leikinn frá fyrstu mínútu. Vísir var með beina lýsingu af leiknum. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að ýta á F5 eða refresh-takkann. Lýsingin birtist þá hér að neðan. 18:29 - 34-26 Lokatölur, Ísland tryggði sér farseðilinn á EM í Austurríki á næsta ári. Alexander var markahæstur með tíu mörk en Guðjón Valur kom næstur með sex mörk. Björgvin Páll varði 21 skot í marki Íslands. 18:29 - 34-25, Heiðmar skorar fyrir Ísland. 18:28 - 33-25, Makedónar minnka muninn. Ein mínúta eftir. 18:25 - 33-24, Þórir skorar úr hraðaupphlaupi. Tvær og hálf mínúta eftir. 18:22 - 32-24, Fimm mínútur eftir. 18:21 - 32-24, Ragnar Óskarsson skorar fyrsta mark sitt í leiknum. 18:20 - 31-22, Kiril Lazarov skorar sitt þriðja mark í leiknum úr þrettán skotum. 18:16 - 31-20, Heiðmar Felixsson skorar fyrir Ísland. 18:16 - 30-20, klapp, klapp fyrir Lazarov sem skoraði loksins úr vítakasti. 18:15 - 30-19, tíu mínútur eftir og Makedónía er með boltann. 18:12 - 30-18, Róbert er búinn að vera frábær í seinni hálfleik en hann var að skora sitt fimmta mark, öll komu þau í seinni hálfleik. 18:11 - 29-18, Makedónar eru hættir. Vignir Svavarsson skorar úr hraðaupphlaupi. 18:10 - 28-18, Íslendingar eru að klára leikinn. Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi. 18:08 - 27-18, Róbert af línunni eftir frábæra sendingu frá Snorra. 18:07 - 26-17, Sama uppskriftin og oft áður í leiknum. Björgvin Páll ver frá Lazarov og Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. 18:07 - 25-17, Alexander með sitt tíunda mark í leiknum. 18:06 - 24-16, Róbert vippaði glæsilega yfir markvörð Makedóna eftir frábæra línusendingu frá Alexander. 18:05 - 23-15, Enn ver Björgvin Páll frá Lazarov. Stórskyttan er með eitt mark úr níu skotum!! 18:03 - 23-15, Fyrst mark frá Snorra Stein og síðan hjá Róbert. Íslenska liðið er að gera grín að Makedóníu. 18:02 - 21-15, Björgvin Páll varði sitt fjórtánda skot enn og aftur frá Lazarov. 18:01 - 21-15, Alexander með sitt níunda mark í leiknum. Óaðfinnanlegur leikur hjá honum, í vörn og sókn. 18:00 - 20-15, Róbert Gunnarsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum. 17:59 - 19-15, Makedónar minnka muninn. 17:57 - 19-14, Alexander stal boltanum og hljóp fram og skoraði sitt áttunda mark af miklu harðfylgi. 17:54 - 18-14, Alexander opnar markareikninginn fyrir Ísland í seinni hálfleik. 17:54 - 17-14, Björgvin Páll bjargar íslenska liðinu og ver sitt tólfta skot. 17:53 - 17-14, Makedónar skora fyrsta markið í seinni hálfleik. 17:52 - Seinni hálfleikur hafinn. Ísland með boltann. 17:42 - Hálfleikur (17-13) Íslenska liðið er að spila vel sóknarlega og í vörninni er það búið að pakka stórskyttunni Kiril Lazarov saman en hann er aðeins búinn að skora eitt mark úr sex skotum. Þar af hafa tvö vítaskot farið forgörðum hjá honum. Þetta lítur vel út en það eru enn 30 mínútur eftir. 17:41 - 17-13, Makedónar komu boltanum í markið en dómarar létu það ekki standa þar sem leiktíminn rann út. 17:40 - 17-13, Guðjón Valur skoraði eftir vel útfært kerfi hjá íslenska liðinu. 17:40 - 16-13, Ísland tók leikhlé þegar hálf mínút er eftir af fyrri hálfleik. Áhorfendur syngja hæ, hó, jibbí, jei það er kominn 17. júní hátt og snjallt. 17:38 - 16-13, Ein mínúta eftir af fyrri hálfleik. Ísland með boltann. 17:35 - 16-12, Guðjón Valur skoraði úr hraðaupphlaupi. Hans þriðja mark í leiknum. 17:34 - 15-11, Þórir skoraði úr horninu eftir að íslenska liðið var búið að opna vel fyrir honum með hröðum sendingarleik. Íslendingar verða að nýta sér liðsmuninn vel. 17:33 - 14-11, Íslendingar eru með boltann og eru tveimur leikmönnum fleiri. Sigurbergur fiskaði þá báða útaf. 17:31 - 14-10, Loksins minnka Makedónar muninn. 17:29 - 14-9, Ingimundur Ingimundarson var fyrstur í hraðaupphlaupi og skoraði af öryggi. Frábært að sjá til íslenska liðsins í vörninni. Makedónar eru fyrir vikið í ruglinu. 17:27 - 13-9, Alexander með sitt sjötta mark úr sex skotum. Hann er óstöðvandi maðurinn. 17.25 - 12-9, Makedónar skora þegar tíu mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. 17:23 - 12-8, Alexander með sitt fimmta mark úr fimm skotum. 17:22 - 11-7, Þórir stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupinu. Makedónar virka slegnir út af laginu. 17:22 - 10-7, Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi eftir að Björgvin Páll lokaði horninu. Frábær leikkafli hjá íslenska liðinu. 17:21 - 9-7, Guðjón Valur úr vítakasti sem Alexander fiskaði. 17:20 - 8-7, Makedónar skora þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður. 17:19 - 8-6, Björvin Páll er kominn með sex varða bolta, þar af tvö vítaköst frá stórskyttunni Lazarov. 17.17 - 8-6, Sigurbergur með sitt þriðja mark. Íslendingar eru aðeins búnir að klúðra einu skoti í leiknum. 17.16 - 7-6, Makedónar minnka muninn. Íslendingar eru nú í sókn. 17.14 - 7-5, Alexander með sitt fjórða mark úr fjórum skotum. 17.12 - 6-4, Makedónar svara af bragði. En Sigurbergur er að komast í stuðið og kom Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. 17:11 - 5-3, Makedónar ráða ekkert við Alexander sem skorar sitt þriðja mark úr þremur skotum. 17:11 - 4-3, Makedónar skora með því að opna hornið. Helst til of auðvelt mark. 17:10 - 4-2, Sigurbergur Sveinsson skorar eftir góða opnun hjá Alexander. Mikilvægt að fá Sigurberg inn í leikinn. 17:07 - 3-2, Makedónar koma til baka með tvö mörk í röð. 17:06 - 3-0, Alexander skorar sitt annað mark í leiknum. 17:06 - 2-0, Björgvin Páll ver víti frá Kiril Lazarov. Frábær byrjun. 17:05 - 2-0, Þórir Ólafsson bætir við öðru marki fyrir Ísland sem er að spila grimman varnarleik. 17:05 - 1-0, Alexander Peterson skorar fyrsta markið. 17:04 - Fyrstu þrjár sóknir leiksins fara í súginn. Greinilega tauaspenna hjá leikmönnum beggja liða. 17:03 - Leikurinn hafinn. Makedónar byrja með boltann. Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi frá síðasta leik. 16:50 - Það er ekki hægt annað en að gera athugasemd við dj-inn í Höllinni. Hann er líklega með 90's þema eða eitthvað álíka. Áhorfendur virðast þó vera vel með á nótunum og stemningin er strax orðin fín þegar tíu mínútur eru í leik. 16:45 - Dómarar leiksins, þeir Renars Licis og Zigmars Stolarovs, koma frá Lettlandi. 16:35 - Stórskyttan Kiril Lazarov er á skýrslu hjá Makedóníu í dag en hann var sem kunnugt er markahæsti leikmaður HM í Króatíu í ár og verðum við að taka hann föstum tökum frá fyrstu mínútu. 16:30 - Rúnar Kárason og Andri Stefan Guðrúnarson hvíla í dag og eru ekki á leikskýrslu. Framarinn Stefán Baldvin Stefánsson kemur hins vegar ferskur inn í hópinn en hann var ekki í liðinu sem mætti Norðmönnum um helgina. 16:25 - Þrátt fyrir að enn sé tæpur hálftími í leik er fólk byrjað að streyma inn í Höllina enda uppselt á leikinn. Stemningin er góð og mikið í húfi fyrir bæði lið. Íslenski handboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira
Ísland tryggði sér farseðilinn á EM í Austurríki á næsta ári með öruggum 34-26 sigri gegn Makedóníu í Laugardalshöll. Sigurinn var í raun aldrei í hættu því Ísland leiddi leikinn frá fyrstu mínútu. Vísir var með beina lýsingu af leiknum. Til þess að fylgjast með lýsingunni þarf að ýta á F5 eða refresh-takkann. Lýsingin birtist þá hér að neðan. 18:29 - 34-26 Lokatölur, Ísland tryggði sér farseðilinn á EM í Austurríki á næsta ári. Alexander var markahæstur með tíu mörk en Guðjón Valur kom næstur með sex mörk. Björgvin Páll varði 21 skot í marki Íslands. 18:29 - 34-25, Heiðmar skorar fyrir Ísland. 18:28 - 33-25, Makedónar minnka muninn. Ein mínúta eftir. 18:25 - 33-24, Þórir skorar úr hraðaupphlaupi. Tvær og hálf mínúta eftir. 18:22 - 32-24, Fimm mínútur eftir. 18:21 - 32-24, Ragnar Óskarsson skorar fyrsta mark sitt í leiknum. 18:20 - 31-22, Kiril Lazarov skorar sitt þriðja mark í leiknum úr þrettán skotum. 18:16 - 31-20, Heiðmar Felixsson skorar fyrir Ísland. 18:16 - 30-20, klapp, klapp fyrir Lazarov sem skoraði loksins úr vítakasti. 18:15 - 30-19, tíu mínútur eftir og Makedónía er með boltann. 18:12 - 30-18, Róbert er búinn að vera frábær í seinni hálfleik en hann var að skora sitt fimmta mark, öll komu þau í seinni hálfleik. 18:11 - 29-18, Makedónar eru hættir. Vignir Svavarsson skorar úr hraðaupphlaupi. 18:10 - 28-18, Íslendingar eru að klára leikinn. Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi. 18:08 - 27-18, Róbert af línunni eftir frábæra sendingu frá Snorra. 18:07 - 26-17, Sama uppskriftin og oft áður í leiknum. Björgvin Páll ver frá Lazarov og Guðjón Valur skorar úr hraðaupphlaupi. 18:07 - 25-17, Alexander með sitt tíunda mark í leiknum. 18:06 - 24-16, Róbert vippaði glæsilega yfir markvörð Makedóna eftir frábæra línusendingu frá Alexander. 18:05 - 23-15, Enn ver Björgvin Páll frá Lazarov. Stórskyttan er með eitt mark úr níu skotum!! 18:03 - 23-15, Fyrst mark frá Snorra Stein og síðan hjá Róbert. Íslenska liðið er að gera grín að Makedóníu. 18:02 - 21-15, Björgvin Páll varði sitt fjórtánda skot enn og aftur frá Lazarov. 18:01 - 21-15, Alexander með sitt níunda mark í leiknum. Óaðfinnanlegur leikur hjá honum, í vörn og sókn. 18:00 - 20-15, Róbert Gunnarsson skorar sitt fyrsta mark í leiknum. 17:59 - 19-15, Makedónar minnka muninn. 17:57 - 19-14, Alexander stal boltanum og hljóp fram og skoraði sitt áttunda mark af miklu harðfylgi. 17:54 - 18-14, Alexander opnar markareikninginn fyrir Ísland í seinni hálfleik. 17:54 - 17-14, Björgvin Páll bjargar íslenska liðinu og ver sitt tólfta skot. 17:53 - 17-14, Makedónar skora fyrsta markið í seinni hálfleik. 17:52 - Seinni hálfleikur hafinn. Ísland með boltann. 17:42 - Hálfleikur (17-13) Íslenska liðið er að spila vel sóknarlega og í vörninni er það búið að pakka stórskyttunni Kiril Lazarov saman en hann er aðeins búinn að skora eitt mark úr sex skotum. Þar af hafa tvö vítaskot farið forgörðum hjá honum. Þetta lítur vel út en það eru enn 30 mínútur eftir. 17:41 - 17-13, Makedónar komu boltanum í markið en dómarar létu það ekki standa þar sem leiktíminn rann út. 17:40 - 17-13, Guðjón Valur skoraði eftir vel útfært kerfi hjá íslenska liðinu. 17:40 - 16-13, Ísland tók leikhlé þegar hálf mínút er eftir af fyrri hálfleik. Áhorfendur syngja hæ, hó, jibbí, jei það er kominn 17. júní hátt og snjallt. 17:38 - 16-13, Ein mínúta eftir af fyrri hálfleik. Ísland með boltann. 17:35 - 16-12, Guðjón Valur skoraði úr hraðaupphlaupi. Hans þriðja mark í leiknum. 17:34 - 15-11, Þórir skoraði úr horninu eftir að íslenska liðið var búið að opna vel fyrir honum með hröðum sendingarleik. Íslendingar verða að nýta sér liðsmuninn vel. 17:33 - 14-11, Íslendingar eru með boltann og eru tveimur leikmönnum fleiri. Sigurbergur fiskaði þá báða útaf. 17:31 - 14-10, Loksins minnka Makedónar muninn. 17:29 - 14-9, Ingimundur Ingimundarson var fyrstur í hraðaupphlaupi og skoraði af öryggi. Frábært að sjá til íslenska liðsins í vörninni. Makedónar eru fyrir vikið í ruglinu. 17:27 - 13-9, Alexander með sitt sjötta mark úr sex skotum. Hann er óstöðvandi maðurinn. 17.25 - 12-9, Makedónar skora þegar tíu mínútur eru eftir af fyrri hálfleik. 17:23 - 12-8, Alexander með sitt fimmta mark úr fimm skotum. 17:22 - 11-7, Þórir stal boltanum og skoraði úr hraðaupphlaupinu. Makedónar virka slegnir út af laginu. 17:22 - 10-7, Guðjón Valur úr hraðaupphlaupi eftir að Björgvin Páll lokaði horninu. Frábær leikkafli hjá íslenska liðinu. 17:21 - 9-7, Guðjón Valur úr vítakasti sem Alexander fiskaði. 17:20 - 8-7, Makedónar skora þegar fyrri hálfleikur er hálfnaður. 17:19 - 8-6, Björvin Páll er kominn með sex varða bolta, þar af tvö vítaköst frá stórskyttunni Lazarov. 17.17 - 8-6, Sigurbergur með sitt þriðja mark. Íslendingar eru aðeins búnir að klúðra einu skoti í leiknum. 17.16 - 7-6, Makedónar minnka muninn. Íslendingar eru nú í sókn. 17.14 - 7-5, Alexander með sitt fjórða mark úr fjórum skotum. 17.12 - 6-4, Makedónar svara af bragði. En Sigurbergur er að komast í stuðið og kom Íslandi aftur tveimur mörkum yfir. 17:11 - 5-3, Makedónar ráða ekkert við Alexander sem skorar sitt þriðja mark úr þremur skotum. 17:11 - 4-3, Makedónar skora með því að opna hornið. Helst til of auðvelt mark. 17:10 - 4-2, Sigurbergur Sveinsson skorar eftir góða opnun hjá Alexander. Mikilvægt að fá Sigurberg inn í leikinn. 17:07 - 3-2, Makedónar koma til baka með tvö mörk í röð. 17:06 - 3-0, Alexander skorar sitt annað mark í leiknum. 17:06 - 2-0, Björgvin Páll ver víti frá Kiril Lazarov. Frábær byrjun. 17:05 - 2-0, Þórir Ólafsson bætir við öðru marki fyrir Ísland sem er að spila grimman varnarleik. 17:05 - 1-0, Alexander Peterson skorar fyrsta markið. 17:04 - Fyrstu þrjár sóknir leiksins fara í súginn. Greinilega tauaspenna hjá leikmönnum beggja liða. 17:03 - Leikurinn hafinn. Makedónar byrja með boltann. Óbreytt byrjunarlið hjá Íslandi frá síðasta leik. 16:50 - Það er ekki hægt annað en að gera athugasemd við dj-inn í Höllinni. Hann er líklega með 90's þema eða eitthvað álíka. Áhorfendur virðast þó vera vel með á nótunum og stemningin er strax orðin fín þegar tíu mínútur eru í leik. 16:45 - Dómarar leiksins, þeir Renars Licis og Zigmars Stolarovs, koma frá Lettlandi. 16:35 - Stórskyttan Kiril Lazarov er á skýrslu hjá Makedóníu í dag en hann var sem kunnugt er markahæsti leikmaður HM í Króatíu í ár og verðum við að taka hann föstum tökum frá fyrstu mínútu. 16:30 - Rúnar Kárason og Andri Stefan Guðrúnarson hvíla í dag og eru ekki á leikskýrslu. Framarinn Stefán Baldvin Stefánsson kemur hins vegar ferskur inn í hópinn en hann var ekki í liðinu sem mætti Norðmönnum um helgina. 16:25 - Þrátt fyrir að enn sé tæpur hálftími í leik er fólk byrjað að streyma inn í Höllina enda uppselt á leikinn. Stemningin er góð og mikið í húfi fyrir bæði lið.
Íslenski handboltinn Mest lesið Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Fótbolti McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu Sport Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Fótbolti „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ Sport Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús Körfubolti Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Körfubolti „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Sport Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Körfubolti Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Fótbolti Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Íslenski boltinn Fleiri fréttir Lugu til um afa og ömmur sjö landsliðsmanna Sammála Eiði pabba sínum um heimskupör Uppgjörið: Keflavík - Hamar/Þór 102-89 | Fyrsti sigur Keflvíkinga í hús „Ef ég finn leikmann sem ég tel að bæti liðið þá tek ég hann“ McGregor í langt bann en gæti keppt í Hvíta húsinu „Áttum okkur á því að við erum með skotmark á okkur“ Uppgjörið: Valur - Njarðvík 77-80| Njarðvíkursigur í spennutrylli Glódís gat ekki stöðvað slátrunina Stórsigur Grindavíkur en WNBA-konan hætti fyrr en aðrar Aðdáendur pirraðir eftir „ákvörðun“ LeBron James Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna „Maður verður bara að styðja við bakið á honum“ Annar fóstbróðir Messis lætur gott heita „Skoraði í fyrsta leik og hef ekki hætt síðan“ Raya að skrifa undir nýjan samning Haaland hefur skorað á öllum völlum nema einum Tíu milljóna punda kjarakaup „Lið sem gæti hæglega blandað sér í toppbaráttuna“ Sölvi hæstánægður með Gylfa og vill sjá hann í landsliðinu Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Þorlákur verður áfram með Eyjamenn Elvar stýrði sigursöngvunum eftir leik Stórefnilegur og hafnaði níu milljarða króna samningi John Stones íhugaði að hætta í fótbolta Engar leynilegar viðræður í gangi um framtíð Meistaradeildarinnar Hvetur fólk til að skipta Gyökeres og Joao Pedro út ef þeir taka ekki vítin Hefur verið í liðinu eftir að ný leikstaða uppgötvaðist í Sambandsdeildinni „Enginn vissi hvað ég var að ganga í gegnum“ Íslenski heimsmeistarinn í skotfimi er löngu hættur að veiða Sekúndubrot á milli Tomma og Nablans í fyrstu grein Ólympíuleika Extra Sjá meira