Innlent

Baneitrað gas lak út í Þvottahúsi Landspítalans

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu var kallað að Tunguhálsi 2, þar sem Þvottahús Landspítalans er til húsa, laust fyrir klukkan níu í morgun. Gas sem notað er til að dauðhreinsa skurðstofuáhöld virðist hafa lekið út þegar að iðnaðarmenn voru að vinna í lögnum í húsinu.

Húsið var því rýmt og ákveðið að kalla á slökkvilið til aðstoðar. Menn frá slökkviliðinu fóru inn í húsið í reykköfunarbúnaði og gerðu viðeigandi ráðstafanir til að hindra frekari leka.

Að sögn slökkviliðsmanna fóru um 5-10 starfsmenn á slysadeild til aðhlynningar. Hluti þeirra fór á einkabíl en aðrir voru fluttir með sjúkrabifreið.

Að sögn slökkviliðsmanna er um baneitrað gas að ræða og var mildi að ekki færi verr.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×