Fótbolti

Galaxy finnur staðgengil Beckham

Birchall er hér aftastur á myndinni að fagna öðru marka Dwight Yorke í sigrinum á Íslandi árið 2006
Birchall er hér aftastur á myndinni að fagna öðru marka Dwight Yorke í sigrinum á Íslandi árið 2006 Nordic Photos/Getty Images

Bandaríska knattspyrnufélagið LA Galaxy hefur fundið mann til að leysa David Beckham af hólmi á meðan hann er að spila með AC Milan á Ítalíu eftir því sem fram kemur á BBC.

Forráðamenn Galaxy eru sagðir í viðræðum við Brighton í ensku C-deildinni um að fá miðjumanninn Chris Birchall til liðs við sig.

Birchall þessi er 24 ára gamall landsliðsmaður Trinidad og Tobago og spilaði á HM í Þýskalandi árið 2006. Birchall þessi lék áður með Coventry og Port Vale, en er nú hjá Brighton sem er tveimur sætum fyrir neðan Guðjón Þórðarson og félaga í Crewe í C-deildinni.

Birchall þessi var einmitt í liði Trindiad og Tobago sem vann 2-0 sigur á íslenska landsliðinu í vináttuleik þjóðanna í febrúar árið 2006, en það var fyrsti landsleikur Íslands undir stjórn Eyjólfs Sverrissonar. Það var gamla hetjan Dwight Yorke sem skoraði bæði mörk Trinidad í leiknum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×