Innlent

Frumvarp um sérstakan saksóknara fyrir þingið eftir helgi

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er ánægð með nefndarvinnuna við frumvarpið. Mynd/ EÓL.
Steinunn Valdís Óskarsdóttir er ánægð með nefndarvinnuna við frumvarpið. Mynd/ EÓL.
Allsherjarnefnd hefur lokið umfjöllun um breytingar á lögum um sérstakan saksóknara. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður allsherjarnefndar, segist vonast til þess að hún geti mælt fyrir frumvarpinu á næsta þingfundi.

„Efnislega gengur frumvarpið út á að styrkja embætti hins sérstaka saksóknara þannig að það verður fagleg styrking sem felst í því að það koma þrír sjálfstæðir saksóknarar inn í embættið," segir Steinunn Valdís. Hún bendir jafnframt á að ráðherra fái heimild til að setja sérstakan ríkissaksóknara. „Það voru allir á nefndarálitinu. Ég var mjög ánægð með það að nefndin var samstíga," segir Steinunn Valdís í samtali við fréttastofu.

Steinunn Valdís bendir á að frumvarpið sé að grunni til byggt á hugmyndum frá Evu Joly.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×