Innlent

Sambýlismaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi

Frá vettvangi
Frá vettvangi

Sambýlismaður konunnar sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði fyrr í mánuðinum hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi. Maðurinn var úrskurðaður í gæsluvarðhald að kröfu lögreglunnar grunaður um aðild að andláti konunnar. Sá grunur stendur enn að sögn Friðriks Smára Björgvinssonar. Ekki liggur fyrir niðurstaða krufningar.

Manninum var sleppt úr haldi á miðvikudaginn en ekki þótti ástæða til þess að halda honum lengur á grundvelli rannsóknarhagsmuna.

Konan fannst látin í kofa Skrautdúfnafélags Hafnarfjarðar en maðurinn var handtekinn strax í kjölfarið.

Dánarorsök hennar liggja ekki fyrir en Friðrik Smári segir ómögulegt að segja til um hvenær von sé á niðurstöðu krufningar, en vonar að svo geti orðið í næstu viku.






Tengdar fréttir

Gæsluvarðhalds krafist vegna látinnar konu

Búið er að krefjast gæsluvarðhalds yfir manninum sem er grunaður um að tengjast andláti konu á fertugsaldri sem fannst látinn í dúfnakofa í Kapelluhrauni í Hafnarfirði.

Yfirheyrslur hafnar

Yfirheyrslur eru hafnar yfir karlmanni sem er grunaður um að tengjast andláti konu á fertugsaldri sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í Hafnarfirði um kvöldmatarleytið í gær.

Móðir segir son sinn ekki ofbeldisfullan

„Hann er ekki ofbeldisfullur, hann hefur aldrei ráðist á neinn eða gert neinum neitt," segir móðir mannsins sem situr í gæsluvarðaldi, grunaður um aðild að andláti konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði á fimmtudaginn. Maðurinn, sem er 37 ára og jafngamall konunni, bjó með henni í tvo mánuði. Hann var handtekinn aðfaranótt föstudagsins og úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í kjölfarið.

Maður í haldi - líklega farið fram á gæsluvarðhald í dag

Maður er í haldi lögreglu grunaður um aðild að hvarfi konunnar sem fannst látin við dúfnakofa í Kapelluhrauni í Hafnarfirði síðdegis í gær. Dánarorsök konunnar mun enn vera óljós en farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum síðar í dag, samkvæmt heimildum Vísis.

Tveggja vikna gæsluvarðhald

Karlmaður sem er grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst látin í dúfnakofa í Hafnarfirði, hefur verið hnepptur í tveggja vikna gæsluvarðhald. Lögreglan krafðist gæsluvarðhalds síðdegis í dag.

Sambýlismaðurinn grunaður

Maðurinn sem er í haldi, grunaður um að eiga þátt í andláti konu sem fannst í dúfnakofa í Kapelluhrauni í gær, var sambýlismaður hennar. Þau höfðu búið saman í um tvo mánuði áður en atvikið átti sér stað.

Von á bráðabirgðaniðurstöðum krufningar í dag

Vonast er til að bráðabirgðaniðurstöður krufningar í tengslum við andlát konu sem fannst í dúfnakofa í Hafnarfirði fyrir helgi liggi fyrir síðdegis. Sambýlismaður konunnar var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald vegna gruns um að hann hefð átt aðild að láti hennar.

Kona fannst látin í kofa - dánarorsök óljós

Lögregla verst allra frétta af rannsókn á dánarorsök konu, sem fannst látin í grennd við geymslusvæðið, austan við Reykjanesbraut, á móts við Álverið í Straumsvík undir kvöld í gær.

Sirrey jarðsungin

Sirrey María Axelsdóttir, var jarðsungin í dag frá Bústaðakirkju en hún fannst látin í dúfnakofa við Kapelluhraun í Hafnarfirði í byrjun febrúar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×