Innlent

Með samning um þrjá strengi

Síminn hefur gert samning við Greenland Connect um sæstreng til Kanada. Fyrirtækið hefur nú gert samninga um þrjá sæstrengi til annarra landa.

Í tilkynningu frá Símanum segir að sæstrengur Greenland Connect hafi verið lagður í marsmánuði og því sé umferð um hann enn tiltölulega lítil. Flutningur gagna um sæstrenginn þýði að niðurhal frá Ameríku verði hraðara, enda þurfi gögnin ekki að fara um Evrópu fyrst líkt og þegar þau fara um strengina Farice eða Cantat-3.- kg




Fleiri fréttir

Sjá meira


×