Innlent

Ungur drykkjumaður hætt kominn í Danmörku

Sjúkrahúsið í Slagelse.
Sjúkrahúsið í Slagelse.

Sex ára danskur drengur var fluttur með hraði á sjúkrahús í Slagelse í Danmörku í gær þar sem óttast var að hann fengi áfengiseitrun, enda var hann dauðadrukkinn. Hann og ellefu ára vinur hans höfðu fundið áfengi í poka úti á götu og saup sá stutti ótæpilega á, en sá eldri fór sem betur fer hægar í sakirnar og áttaði sig því á að sá yngri var kominn í ógöngur og hringdi á sjúkrabíl. Að sögn Jótlandspóstsins sleppur sá stutti líklega með harkalega timburmenn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×